Það var haft rangt við þegar lag var valið í Evrópu keppnina - Blár ópal fékk mikið fleiri g í símakosningunni en það lag sem var "látið" vinna.

Útkoman í Evrópukeppninni hefði orðið önnur fyrir Bláan ópal. Ef það verður eitthvað næst í Evróvísjón hér á landi þá er best að símakosningin sé látin ráða úrslitunum fyrir vinningslagið.
mbl.is Íslenska lagið fékk 46 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirgefðu, en heldur þú virkilega að nýstofnað íslenskt strákaband með algjörum nýgræðingum hefði gengið eitthvað betur þarna úti? Hvað þá ef laginu hefði verið snarað á ensku. Sjáðu hvernig svipuð taktík virkaði fyrir Norðmenn í ár...

Eddi (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 14:26

2 Smámynd: Benedikta E

Svo á að flytja lögin með íslenskum texta. - Þetta með Noreg - löggan í Bakú eða landamæravarslan var búin að taka 3 fréttamenn frá norskri sjónvarpsstöð niðurlægja þá einn var látinn ber hátta og ég veit ekki hvað og hvað áður en þeim var sleppt.

Varðandi Bláan ópal þá voru þeir með sigurlagið og það átti ekkert að rugla með það - ég held líka að það hefði hentað betur í þessa keppni.

Benedikta E, 27.5.2012 kl. 14:41

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Það er ekkert sem á að henta betur en annað í svona keppni. Þetta er keppni um lög og þau eru, eins og allir vita, af ýmsum toga og ólík. Hins vegar fannst mér framlag Blás Ópals varla geta talist lag. Kannski hefði það samt hentað betur til stigagjafa, enda þóttu mér stigin falla mjög svo undarlega.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 27.5.2012 kl. 14:51

4 identicon

Þetta með norsku fréttamennina er vissulega leiðinlegt mál en hefur ekkert með árangur norska lagsins að gera, hann var samt sem áður mjög lélegur.

En þetta með Bláan Ópal þá voru reglurnar í ár skýrar um það að dómnefnd skyldi gilda helming á móti símakosningu (ef ég man rétt) og vissu allir keppendur vel af því og í hvað þeir voru að fara út í. Svona fór þetta bara og ekki býst þú við því af RÚV að breyta reglunum á lokasprettinum, aðeins vegna þess hvernig úrslitin fóru.

Eddi (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 15:12

5 Smámynd: Benedikta E

Ég bara endurtek það sem ég hef áður sagt að símakosningin á að gilda það má sleppa þessari - RÚV - dómnefnd - smekkur fólksins á að gilda við rekum þessa sjónvarpsstöð - hún er okkar landsmanna.

Benedikta E, 27.5.2012 kl. 23:19

6 Smámynd: Benedikta E

Sammál þér Anna Dóra - stigin féllu undarlega:(

Benedikta E, 27.5.2012 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband