www.askoruntilforseta.is - Nú hafa tæp 11.þúsund skráð sig það er gott á sólarhring !

En gerum betur ! -  Skorum á Ólaf Ragnar Grímsson að gefa áfram kost á sér í forseta embætti Íslands. 
mbl.is 10.000 undirskriftir á sólarhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já 11 þúsund vitleysingar. Ég meina að stiðja þennan lýðskrumara. Fólk virðist alveg gleyma því hver var harðasti stuðningsmaður útrásarvíkinganna á sínum tíma. Þetta er ekkert annað en vindhani sem snýst í þá átt sem fréttaumfjöllun snýr í hvert sinn.

Bjargvættur frá Icesve!!! Þvílík vitleysa. Eða af hverju er þá ESA með málshöfðun í gangi á hendur okkur. Málshöfðun vegna Icesave. Og ef við lítum á árangur ESA þá eru þeir með eitthvað í kringum 90% árangur í sínum málshöfðunum. Vonandi vinnum við það mál en það mun ekkert hafa með Ólaf að gera.  Ef þessi málshöfðun fer hins vegar illa þá getum við verið virkilega í djúpum skýt. Og þessi málshöfðun hefði ekki komið til ef síðasti samningur um Icesave hefði verið samþykktur. Við erum því alls ekki enn búin að sjá hvort það að Grísinn sendi málið til þjóðarinnar var henni til góðs eða stórkostlegs tjóns.

Hann hefur í raun ekki unnið þjóðinni neitt gagn og væri best að hann hætti sem allra allra fyrst. Mistökin voru að knýja hann ekki til afsagnar þegar sú hreyfing var í gangi að losna við ríkisstjórnina og þessa útrásarvíkinga og gefa honum þar með tíma til lýðsskrumsins sem hann er frægur fyrir og villa þannig fyrir einfeldingunum.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 00:37

2 Smámynd: Haukur J.

Það getur hver sem er skráð hvaða nafn sem er og hvaða tilbúnu kennitölu sem er á þennan lista eins oft og þeir vilja. Væri ekki hissa ef undirskriftirnar mundu enda í hundruðum þúsunda :)  Þarf nú ekki flókið forrit til að gera þennan lista ansi stórann. Algjörlega ómarktækar tölur.

Haukur J., 22.1.2012 kl. 00:45

3 Smámynd: Njáll Harðarson

Ég hef grun um að Sigurður hafi tekið lán í erlendri mynt og nú sé sá sem hélt honum fljótandi, dottinn af stólnum og ekkert gaman að þessu lengur. Yfir helmingur þjóðarinna styður forsetann í nýlegum könnunum, sem auðvitað eru falsaðar ef trúa má Hauki.

Það hefur engin af útrásarvíkingunum svokölluðu gert neitt fyrir Ísland, en Ólafur Ragnar hefur með umboði þjóðarinnar endurreist lýðræðisvitund, ekki bara íslendinga, heldur um allan heim. Íslenska þjóðin hefur sýnt það og sannað að bankar á framfærslu ríkiss er ekki fær leið. Láta banka fjúka sem aðra er ekki standa í skilum.

Vonandi fáum við að sjá forseta vorn áfram í stólnum, það er ekki nokkur annar boðlegur kostur í stöðunni, með minna að menn vilji fá einhvern útrásarvíkinginn eða afdankaðan bankastjóra sem forseta.

Njáll Harðarson, 22.1.2012 kl. 10:32

4 Smámynd: Haukur J.

Ég reyndar hef í sjálfu sér ekkert á móti Ólafi Ragnari. Hann hefur staðið sig vel. En ég er mjög ósáttur við svona "gabb" fréttamennsku og að nota undirskriftarsíðu sem ekkert er að marka sem eins konar hvattningu fyrir Ólaf Ragnar og blöffa bæði hann og aðra.

Haukur J., 22.1.2012 kl. 10:39

5 identicon

Haukur það er alveg hægt að gera úrtak og sérstaklega ef margar undirskriftir koma frá sömu IP tölunni.

Þessi umræða fór líka af stað í sambandi við IceSave en þegar nánar var skoðað þá voru það bara nokkur prósent undirskrifta sem pössuðu ekki.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband