Í formannskjörinu fékk Hanna Birna 45% atkvæða sem svara til 7 þingmanna af þeim 16 sem flokkurinn hefur nú -

Bjarni fékk 55% atkvæða sem svara til 9 þingmanna af 16 - Tíminn leiðir það í ljós hvoru miginn hryggjar sigurinn liggur.
mbl.is Mín pólitíska framtíð óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þú vilt sem sagt meina að hryggjarstykkið gæti verið vöðvameira vinstra megin við miðjuna, ef ég skil þig rétt....?

Eftir þessa niðurstöðu gæti verið handhægt ef gefin yrði út leiðbeiningarbæklingur um það hvernig hægt er að losna út úr flokknum.... Mér skilst að það sé ekki einfalt mál....

En öðru veltir maður fyrir sér og það er það, hvort Landsfundurinn og þeir sem sitja þar, gefi ekki ranga mynd af því hvað flokksmenn almennt standa fyrir. Þarna situr afdankað öldungalið margra kynslóða án þess kannski að vera virkir í flokksstarfi. En kannski er þetta svona hjá öllum stjórnmálaflokkunum...? En eitt er víst og það er það að þeir sem þarna sitja hafa meiri fortíðarsýn en sýn á framtíðina..... Það er miður.

Ómar Bjarki Smárason, 20.11.2011 kl. 23:54

2 Smámynd: Benedikta E

Hvort vöðvastykkið er meira til hægri eða vinstri skal ég ósagt látið - útkoman í formannskosningunni er ekki endilega af pólitískum toga og því er viðbúið að opin kosning hefði skilað allt annarri útkomu milli frambjóðendanna en gerðist á Landsfundinum eins og þú bendir á. En fyrir sitjandi formann er 10 % meiri hluti heldur snautleg útkoma. Ég hef ekki trú á því að Hanna Birna segi bara pass - hún hefur betri spil á hendi en svo - 45 % fyrir hana var mjög góð útkoma þó svo að það skilaði henni ekki sigri.

Benedikta E, 21.11.2011 kl. 00:45

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta var frábær útkoma fyrir hana við þær kringumstæður sem þarna voru hjá stórum hlut lafkvenhræddra karla, sem ekki eru nú alveg á þeim buksunum að hleypa konu í þessa áhrifamiklu stöðu fyrr en í fulla hnefana. Það yrði verulegt áfall að fá konu inn sem formann í það karlaveldi sem þar hefur ríkt allt of lengi. Við megum ekki halda konum frá völdum þegar þær skara fram úr karlmönnum sem í boði eru.

Þáttakan var ótrúlega lág. Ég hélt að þetta væri 2000 manna fundur og tryggja hefði að allir skiluðu sínu atkvæði. Annað er ekki marktæk niðurstaða.

 Er nokkuð annað að gera en að endurvekja Borgaraflokk Alberst, og nú undir styrkri stjórn Hönnu Birnu.....? 

Ómar Bjarki Smárason, 21.11.2011 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband