3.10.2011 | 13:47
Takið eftir: Valdníðsla stjórnvalda er ofbeldi á þjóðinni.Hættið þið bara að væla yfir mótmælum við Alþingishúsið
Ef þið viljið ekki mótmæli þá skulið þið bara vanda ykkur í vinnunni.Það væru ekki mótmæli við Alþingishúsið ef stjórnvöld störfuðu fyrir þjóðarhag - Fólkið vill réttlæti ekki valdníðslu stjórnvalda gegn þjóðarhag og sjálftöku auðvaldsins. Á meðan stjórnvöld starfa ekki fyrir þjóðarhag ættu þau bara að hætta að væla yfir mótmælum við Alþingishúsið - Alþingismenn og ráðherrar eru þjónar fólksins og launuð af fólkinu. Ef þetta lið stendur sig ekki í vinnunni er það rekið!
Óviðunandi ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er kominn tími á að leysa upp þetta fulltrúalýðræði,inn á Alþingi slysast inn illa gefnir sauðir.
Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2011 kl. 14:04
Þetta er nákvæmlega kjarninn í málinu sem þú skrifar Benedikta: valdníðsla stjórnvalda er ofbeldi á þjóðinni. Viðbrögðin við mótmælum almennings afhjúpa að þau eru algerlega tóm í höfðinu og skilningslaus á hvaðan þau hafa umboð sitt.
Í kvöld er bara eins krafa sem skiftir máli og getur breytt einhverju: KOSNINGAR!!! KOSNINGAR!!! ÞINGROF STRAX. Þetta er krafan sem þau hræðast mest.
Þessa kröfu geta þau auðveldlega skilið - því hún snýst um þau sjálf, lengra nær skilningur þeirra ekki.
Sólbjörg, 3.10.2011 kl. 14:18
Það er ótrúlegt lágkúru-lið orðið á Alþingi - sástu Björn Val í Silfrinu í gær og við þingsetninguna og Álfheiði Ingadóttur þetta fólk kann ekki einu sinni manna siði.En sjálfsánægjan.......................... hana vantar ekki.
Benedikta E, 3.10.2011 kl. 14:22
Sammála Sólbjörg - Sammála!
Benedikta E, 3.10.2011 kl. 14:26
Sæl Benedikta - það er alveg rétt að þetta lið sem er á alþingi okkar er ekki að standa sig í stykkinu og vissulega virðist vera nauðsyn á að skipta út, það versta er að við sáum þetta ekki áður en þau voru kosin á þing, endurnýjun var mikil á þingi og þar sem þetta fólk hefur ekki komist hjá því að sjá sandkassaleikinn sem var á þingi áður, hefði maður haldið að þessir nýliðar myndu reyna að detta ekki inni í svona ferli - en þau gerðu það samt...........
Og hvað varðar BVG í silfrinu og víðar, þá virðist hann vera verulega fatlaður á sviði mannlegra samskipta - eflaust er hann hörkuduglegur til sjós og mér finnst hann góður á hljóðfæri, en ..................
Eyþór Örn Óskarsson, 3.10.2011 kl. 14:41
Sæll Eyþór - Það er engin spurning að það þarf að losna við ríkisstjórnina strax hún er velferð þjóðarinnar stór hættuleg. Ætlar þú á mótmælin í kvöld við Alþingishúsið ? Þau byrja kl 19.00 - Allir að mæta !!!
Benedikta E, 3.10.2011 kl. 15:18
Það er svolítið hlægilegt að sjá hvernig hlutir hafa nánast farið fullan hring síðan úr hinni rómuðu "Búsáhaldabyltingu," ef maður fer jafnvel bara eftir hverjir ásaka hverja um skrílslæti og hvert núverandi ríkisstjórn hallar í hugmyndafræði (sem hefur líka bara sannað hversu lítið það skiptir hvaðan stjórnmálamenn koma...).
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 15:27
Því er nú ekki að neita að að risið á þingmannaflotanum hefur illilega hrunið með þeim sem sitja á Alþingi núna - bæði hvað færni og mannasiði varðar gleymum ekki umgengni þeirra við sannleikann.
Benedikta E, 3.10.2011 kl. 15:41
Ofbeldi er aldrei gott, en mér liggur við að vera sammála ykkur hvað varðar eggjakast og annan (ó)sóma að þessu sinni. Það hefur sýnt sig að þeir larfar sem á þinginu sitja, skilja ekki prúðmannlega framkomu. Og trúlega skilja þeir ekki heldur eggjakastið, því að enginn þeirra virðist vita að fólkið á Austurvelli er að finna að vinnubrögðum þeirra.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 3.10.2011 kl. 21:38
Þau þurfa greinilega sterkari meðöl til að átta sig á staðreyndum málsins - Fólkið vill ekki meir af Jóhönnu og Steingrími - af þeim er komið meira en nóg.
Benedikta E, 4.10.2011 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.