Ólafur Ragnar Grímsson átram forseti Íslands ?

Skoðanakönnun á útvarpi Sögu í vikunni þar sem spurt var " Vilt þú að Ólafur Ragnar Grímsson bjóði sig fram eitt kjörtímabil til viðbótar "? NEI sögðu 14.95% - JÁ sögðu 85.05% - á útvarpi Sögu er sjálf viljug þátttaka. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins - stöðvar 2 og Vísis var hringt í úrtak fólks - í þeirri könnun sögðu NEI 52.4% - JÁ sögðu 47.6% - Niðurstaðan úr Sögu könnuninni er í samræmi við það sem heyra má á máli manna yfirgnæfandi fleiri vilja að Ólafur Ragnar verði forseti Íslands áfram.
mbl.is Forsetinn á allra vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fréttablaðið hefur allt frá afskiptum Ólafs af Icesave-málinu nánast viljað hann "feigan" í okkar stjórnmálum. Ekki tek ég frekar en þú mark á þessari skoðanakönnun þar -- og heldur ekki á skoðanakönnunum blaðsins um ESB-mál, enda ætti svo rammhlutdrægur aðili að þeim málum (með ESB-predikara í ritstjórasæti m.m.) að láta það vera að birta eigin skoðanakannanir á því sviði.

Ég tel forsetann eiga mikið fylgi og verðskuldað, umfram allt vegna þess að hann tók afstöðu með rétti þjóðarinnar í Icesave-málinu og gerði það af skörugsskap, innan lands og utan, og engan sé ég sem skákað gæti honum í næstu forsetakosningum. - Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 10.9.2011 kl. 17:34

2 Smámynd: Benedikta E

Styðjum Ólaf Ragnar Grímsson til endurkjörs forseta Íslands. - Með góðri kveðju.

Benedikta E, 10.9.2011 kl. 17:51

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Heill forseta vorum og fósturjörð. Hann lengi lifi!

Óskar Guðmundsson, 10.9.2011 kl. 18:18

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Auðvitað kjósum við Ólaf áfram. Einhver þarf að veita ríkisstjórninni aðhald og sjá til þess að ekki sé yfir okkur valtað... Og stundum þurfa menn að taka sterkt til orða til að fá almennilega áheyrn og það virðist Ólafi hafa tekist úr því að heilög Jóhanna ætlar að fara og hitta hann, eða alla vega eiga við hann samtal.

Það ætti annars að vera skylda að það væru reglulegir fundir á milli forseta og forsætisráðherra þannig að vinstri höndin viti hvað sú hægri hefur fyrir stafni og hvað er á prjónunum hjá þeim... Kannski svona samræmdar aðgerðir. Ætli þetta ákvæði hafi ratað í drög að nýrri stjórnarskrá Samfylkingarinnar...?

Ómar Bjarki Smárason, 10.9.2011 kl. 23:37

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sammála Benedikta - ólaf áfram sem forseta

Óðinn Þórisson, 11.9.2011 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband