Icesave I lögin eru ennþá í gildi - þau hafa ekki ennþá verið tekin út úr lagasafni Alþingis!

Nú er Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknar búin að leggja fram frumvarp í þinginu um að lögin verði ógild gerð og tekin burt úr lagasafninu - Vigdís fer fram á forgangsmáls-meðferð á málið í þinginu þannig að málið verði afgreitt nú á vorþinginu. Auðvitað hefði átt að vera búið að ógilda þessi lög fyrir löngu síðan - Það er sko betra að hafa eftirlit með Jóhönnu ógnarstjórninni.
mbl.is Engin Icesave-innheimtubréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Sæl! Samkvæmt fréttum sem ég heyrði,tók Árni Páll undir það með henni. Þetta er mjög aðkallandi mál,vonandi kýlt á það.

Helga Kristjánsdóttir, 12.5.2011 kl. 22:48

2 Smámynd: Benedikta E

Sæl Helga - Já Árni Páll hreyfði engum mótmælum - en það þarf samt að fylgjast með því að hann standi við sitt.

Benedikta E, 12.5.2011 kl. 23:18

3 identicon

  Formlega séð eru þessi lög ekki í gildi, það er vegna þess að þegar Forseti synjar lögum staðfestingar, þá taka þau engu að síður gildi og þegar icesave 2 lögin tóku gildi þá féllu upprunalegu lögin úr gildi samkvæmt þeim. 

 þau geta því ekki sjálfkrafa tekið gildi á ný án nýrrar aðkomu alþingis og Forseta þó að þau hafi verið felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 En að sjálfsögðu eiga þau ekki að vera í lagasafni alþingis, og sjálfsagt að árétta að þessi lög séu ekki í gildi.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband