15.4.2011 | 14:58
Inneignarkort í stað matarpakka: Hjálparstarf kirkjunnar stígur hér fram og býður nauðstöddum greiðslukort í stað matarpakka.
Þetta er mjög virðingarvert framtak sem gert er af virðingu við skjólstæðinga og skilningi á þeirra sáru neyð - Hjálparstarf kirkjunnar sinnir samkvæmt sínum reglum neyðar aðstoð og þá skammtíma verkefnum -
Ástandið hér á Íslandi er orðið viðvarandi neyðarástand frá því um og eftir hrun - á þriðja ár og fer sífellt versnandi -
Þetta veit fólkið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og þess vegna er gripið til fyrrgreindra ráðstafana hjá þeim -
En hvað gera stjórnvöld: Það er í landslögum og stjórnarskrár varið samkvæmt 76.gr. Stjórnarskrár - Öllum sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika,örorku, elli,atvinnuleysis,örbirgðar og sambærilegra atvika.
Hvernig framfylgir velferðarráðherra 76.gr stjórnarskrárinnar og landslögum ? - Með nýrri skilgreiningu á fátækt og örbirgð landsmanna með stjórnsýslu orðfarinu - Þriðji geirinn - í staðin fyrir örbirgð og fátæktarfjötrar.
Fólki sem leitar til velferðar sviðs Reykjavíkurborgar er oftar en ekki bent á að leita sér hjálpar í hungurbiðröðum hjálparstofnana - Stjórnvöld eiga að skammast sín fyrir að brjóta á borgurunum eins og gert er bæði á ríkisstjórnar stigi og hjá sveitarfélögum.
Inneignarkort í stað matarpakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður er þetta ástand ekki komið hingað í tengslum við núverandi stjórnvöld. Þetta er búið að vera stjórnvöldum og borgarstjórn til háðungar um áratuga skeið. Kannski hefur ástandið versnað núna enda hafa orðið hér efnahagslegar hamfarir. Það sem hægt er að álasa stjórnvöldum fyrir svona til að byrja með er það að hafa ekki gefið bátseigendum fullt frelsi til að fiska handa svöngu fólki. Það er til skammar- mikillar skammar að hafna beiðni um þennan sjálfsagða þegnrétt. Stjórnvöld banna trillukarli að fiska handa svöngu barni í fátækri fjölskyldu. Stjórnvöld sjá ekkert athugavert við að þessi sameiginlega auðlind gangi milli kvótaeigenda á okurverði.
Árni Gunnarsson, 15.4.2011 kl. 17:28
Gott innlegg og þakka góð blogg. Er með efni sem gaman væri að senda þér ef þú hefir póstfang. Ég hef stúderað hvernig þeir hafa þetta í Ameríku en þau mál eru mismunandi eftir ríkjum. Það eru flest ríki komin með þetta kerfi og þá verður viðkomandi að sína tekjur og ýmsan kostnað vegna heimilishalds og er kostnaður er meiri en tekjur þá á er fólk réttindi á að sækja um matarhjálp. Þessir pappírar verða að liggja fyrir áður en viðkomandi fær úttektar kort. Sum ríki höfu hömlur á hvaða matvörur styrkþegar máttu kaupa en flest hættu því nema eitt mátti ekki kaupa það voru vínföng.
Valdimar Samúelsson, 16.4.2011 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.