Þegar eftirfarandi texti úr Æsseif 3 "samkomulagi" milli Íslendinga - Breta og Hollendinga er skoðaður sætir furðu að slíkt skuli flokkast undir samkomulag." En þar segir að Bretar og Hollendingar geti einhliða sagt sig frá samkomulaginu ef ákveðin skilyrði hafi ekki verið uppfyllt fyrir 31. desember næstkomandi.
Meðal annars þurfi Alþingi að hafa samþykkt Æsseif lögin og þau tekið gildi - og þau þurfi að vera orðin bindandi - þannig að ekki verði hægt að nema þau úr gildi með neinum hætti - til að mynda með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Með öðrum orðum þurfi Alþingi að hafa samþykkt lögin og forseti Íslands að hafa staðfest þau fyrir áramót.
Eftir 31. desember geta Bretar og Hollendingar hætt við samkomulagið með tilkynningu til tryggingarsjóð innistæðueigenda og íslenskra stjórnvalda." þetta kemur fram á vísi.is sem hefur Æsseif 3 samkomulagið undir höndum.
Framangreind tilvitnun í þetta svo kallaða samkomulag er ærið nóg til að segja NEI og aftur NEI - þvílíkur hroki - yfirgangur og kúgun. Hverslags samningamaður er þessi Lee Buchheit - er það ekki íslenska þjóðin sem greiðir honum laun fyrir vinnu við þetta svo kallaða samkomulag - Hvað fékk hann margar milljónir greiddar - ég get ekki séð að hann hafi verið að vinna fyrir íslensku þjóðina.
Icesave verður stjórnarfrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skoðanakönnun:
Er rétt að draga Streingrím J. Sigfússon fyrir Landsdóm, sem höfuðábyrgðarmanns “Svavars-samningsins”?-
Takið þátt og farið inn á hlekkinn:
-
http://gthg.blog.is/blog/gthg/-
Með kveðju, Björn bóndiSigurbjörn Friðriksson, 14.12.2010 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.