Nú fyrst þegar Þingmannanefndin hefur skilað af sér sinni vinnu fleiri hundruð blaðsíðna vinnu - þá þjóta þingmenn fram hver á eftir öðrum fullir vandlætingar og gagnrýni á Landsdómi sem gamaldags og ónothæfum dómstól 2010 - þeir hinir sömu þingmenn sem samþykkt höfðu Þingmannanefndina til undirbúnings mála á ráðherra ábyrgð fyrir Landsdóm.
Af hverju gagnrýndu þeir hinir sömu þingmenn Landsdóm ekki fyrr - nú er það orðið of seint - eru þessir þingmenn sem nú - allt í einu byrja að gagnrýna og rakka niður Landsdóm - marktækir til þingstarfa - yfir höfuð?
Mörgum er misboðið - þessi óábyrga frammistaða þingmanna er ekki boðleg.
Auka verður sjálfstæði þingsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu hissa? Íslenskir ráðamenn hafa aldrei kunnað að hugsa FRAM í tímann, eingöngu eftir á.
Guðmundur St Ragnarsson, 13.9.2010 kl. 23:54
JÁ ég er hissa - Ég held að nú séum við bara að sjá óvart á bak við tjöldin - það er meiri panik þarna í gangi en okkur grunar - ég hef heyrt að það sé allt á suðupunkti í þinginu.
Þeir eru hræddir um að lestin sé farin hjá.
Við þurfum - UTANÞING-STJóRN - STRAX - Ég meina það. Hvernig er hægt að koma því til forsetans - þannig að hann taki erindið alvarlega ?
Benedikta E, 14.9.2010 kl. 00:25
Það er reyndar varla hægt að ætlast til þess að reglur eða lög um Landsdóm, séu breytt eftir að rannsókn er komin í gang. Ég reyndar veit ekki hvort það mætti jafnvel, en það er önnur saga.
En eins og þingmannanefndin skilaði af sér og hvernig þingmenn þeirra flokka sem kusu með Landsdómi hafa kosið að tjá sig, eru á góðri leið með að gera Landsdóm að pólitísku uppgjörstæki, til sefjunar á reiði almennings. Fyrir það fyrsta þá þarf að semja um aðra hvora tillöguna, það er gersamlega út í hött að sami þingmaður greiði atkvæði með báðum tillögum. Það bendir því til þess að önnur hvor tillagan um Landsdóm, verði tekin til baka. Líklegast þykir mér að tillaga Samfylkingar verði þar ofan á og þá gæti eftirfarandi atburðarás átt sér stað:
Takmarkanir Landsdóms eru t.d. þær að hann getur aðeins dæmt í því sem honum er sett fyrir af Alþingi. Komi eitthvað fram við dómhaldið, sem bendir til sakar, hjá öðrum en hefur stöðu sakbornings fyrir dómnum, þá er hvorki dómnum sjálfum né saksóknara Alþingis, heimilt að kalla þann einstakling fyrir dóminn og dæma í máli hans. Til þess að svo geti orðið þarf Alþingi að flytja aðra þingsályktunartillögu og samþykkja hana.
Verði t.d. Ingibjörg sakfelld, þá liggur það alveg ljóst fyrir að Össur Skarphéðinsson hafi gerst brotlegur í sömu atriðum og Ingibjörg mun hljóta sinn dóm fyrir, þar sem hann var staðgengill hennar. Þrátt fyrir það, mun Össur að öllum líkindum sitja á þingi út þetta kjörtímabil og væntanlega þá sem ráðherra.
Komi eitthvað fram í Landsdómnum, sem bent gæti á vanrækslusakir Jóhönnu, vegna setu hennar í fjármálahópi ríkisstjórnarinnar, þá breytir það engu með það, að hún getur setið á þingi út þetta kjörtímabil, sem forsætisráðherra, ef hún kýs svo.
Rök Samfylkingarparsins í nefndinni, fyrir því að sleppa Björgvini við Landsdómi, eru líka afar hæpin. Að ekki beri að kæra hann vegna þess að hann var hvergi og fékk engar eða rangar upplýsingar um stöðu mála. Björgvin er sá eini þeirra er RNA lagði til að yrðu kallaðir fyrir Landsdóm, sem hefur hreinlega beðið um verða kallaður fyrir Landsdóm. Hvert er þá plottið að kalla hann ekki fyrir Landsdóm? Verði dómur Landsdóms byggður á þeim rökum eða lögum sem RNA, lagði til að þrír ráðherrar, Geir, Árni Matt og Björgvin G. yrðu kallaðir fyrir Landsdóm, þá sleppur Ingibjörg við dóm. Eins og fólk kannski man, þá taldi RNA ekki grundvöll fyrir því að kalla Ingibjörgu og Össur fyrir Landsdóm, þar sem embættisskyldur þeirra, höfðu ekkert með bankana að gera.
Björgvin mun svo sleppa, vegna þess að þegar Alþingi hefur afgreitt ákæruskjalið, þá verður ekki fleiri nöfnum bætt á það skjal. Þá er allt eins líklegt að Björgvin mæti aftur til þingstarfa í byrjun október, með syndaaflausn frá Alþingi upp á vasann.
Hvort sem að það hafi eitthvað eða ekkert með refsigleði að gera, þá eru pólitísk réttarhöld, afar slæmur kostur og í rauninni algjört tabú. Að telja þessi réttarhöld nauðsynlegan þátt í uppgjöri við stefnu eins og markaðshyggju er hvílík firra og vitleysa og háttvirtum þingmanni Lilju Mósesdóttur, vart til sóma.
Uppgjör við pólitískar stefnur á ekki að fara fram í dómsölum. Það eru kosningar á fjörgurra ára fresti, alla jafna, sem framkvæma slíkt uppgjör.
Kristinn Karl Brynjarsson, 14.9.2010 kl. 00:55
Sæll Kristinn - Landsdómur er sá valkostur sem í boði er fyrir þær aðstæður sem skapast hafa - Landsdómur er 15 manna dómstóll samansettur bæði af löglærðum og leikmönnum - sem eru fyllilega bærir til að vinna sitt verk á faglegan hátt - eftir þeirri löggjöf sem þeim er ætlað að vinna eftir.
Finnist engin sekt hjá ráðherrum þeim sem vísað yrði til Landsdóms þá verður málinu vísað frá af Landsdómi - í hvora áttina sem Landsdómur dæmir þá er búið að láta á dómstólinn reyna.
Þetta þöggunar æði og hræðsluáróður gegn Landsdómi er með hreinum ólíkindum sem snúist hefur rækilega upp í andhverfu sína - og er farinn að minna á fárið í biskupsmálinu 1996 - ekki hefur tíminn unnið með þöggunarmálstað þeirra sem þar fóru fremstir.
Nú er tími dómgreindar og heilbrigðrar skynsemi.
Enginn getur haft áhuga á endurgerð aðferðafræði biskupsmálsins.
Benedikta E, 14.9.2010 kl. 09:47
Það má vel vera að Landsdómur, standist alla staðla. En valið á sakborningum stenst enga staðla, nema einhverra staðla sem að ríki eins og Sovétríkin sálugu, Kúba og Norður-Kórea geta státað sig af.
Það sem að þingmannanefndin, gat ekki komið sér saman um tillögu sem að meirihluti er fyrir í þinginu, án þess að menn þurfi að díla og víla í bakherbergjum, hóta stjórnarslitum og þar fram eftir götunum þá er betur heima setið, en að stað farið.
Rök þeirra sem að vilja Ingibjörgu fyrir dóminn, ættu í rauninni að duga til að hafa Össur þarna líka. Afhverju var það Ingibjörg gerði eða gerði ekki saknæmt þegar hún gerði það, en ekki þegar Össur gerði sömu hluti?
Við verðum að geta verið viss um nefndin sé nokkuð viss um sök þeirra er kallaðir eru fyrir dóminn. Við getum ekki verið það, þar sem að það er nánast öruggt að nefndin, eða hluti hennar fékk "aðstoð" annarra þingmanna til að berja saman listann.
Ef að fólki finnst það í lagi að vílað sé með það hverjir séu sakborningar, bara til þess að fá Landsdóm, til að geta hugsanlega dæmt einhverja, þá býr eitthvað annað að baki en ákall um réttlæti.
Kristinn Karl Brynjarsson, 14.9.2010 kl. 10:36
Þegar þingið samþykkti Landsdóms vegferðina vegna Þingmannanefndarinnar hljóta að hafa farið fram skoðanir á réttmæti og þörf á skipun Þingmanna nefndarinnar til þess verks sem henni var ætlað.
Þá forvinnu er ekki hægt að vinna eftir á.
Landsdómur er sá sami - fyrir og eftir - Þingmannanefndina.
Þingmannanefndin virðist hafa lagt metnað sinn í að skila vönduðu verki og mikil vinna var lögð í skýrsluna frá þeirra hendi - Mikil ábyrgð hefur verið lögð á herðar nefndarmanna af hálfu þingsins - ábyrgð sem nefndarmenn virðast vera mjög vel meðvitaðir um.
Benedikta E, 14.9.2010 kl. 11:49
Að mínu mati þá vann þessi nefnd vel, þangað til að hún fékk tækifæri til þess að koma hér á pólitískum réttarhöldum. Álit Samfylkingarfulltrúana um að hvítþvo Björgvin G. er þeim tveimur til háborinnar skammar og þó svo að M. O. Schram hafi átt einhvern ljósan punkt í ræðu sinni í gær, þá er hann og hinn fulltrúi flokksins í nefndinni, ásamt því samfylkingarfólki er "aðstoðuðu" þau við það að komast þessari niðurstöðu, pólitískir loddarar hugleysingjar og aumingjar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Plottið við að draga Ingibjörgu frekar fyrir dóminn, en Björgvin, bendir til þess að Samfylkingin treystir því, að Ingibjörg sleppi við dóm, þar sem ráðuneyti hennar bar ekki ábyrgð á bönkunum, líkt og ráðuneyti Björgvins. Þá mun standa eftir dómur á Geir og Árna og Samfylkingin nánast hvítþvegin af þátttöku sinni í ríkisstjórn, sem hún reyndar kannast oftar en ekki að hafa setið í.
Þingmefndin og sér í lagi fulltrúar Samfylkingarinnar eru að misnota Landsdómsmöguleikan í pólitískum tilgangi. Við slíkt má Alþingi Íslendinga una!
Hrópi fólk enn á Landsdóm eftir slíkar trakteringar Samfylkingarinnar, þá vill fólk ekki réttlæti, heldur blóð og pólitískar aftökur. Verði því fólki að góðu að kyngja þeirri skömm sinni...................................
Kristinn Karl Brynjarsson, 14.9.2010 kl. 12:58
Kristinn - Þingnefndin hefur ekki dæmt ráðherrana - aðeins farið eftir þeim verkferlum sem nefndinni var fengið til að starfa eftir og eru fyrir hendi um ráðherraábyrgð.
Síðan ef þingsályktunartillögur þingnefndarinnar verða samþykktar af þinginu - þá þarf þingið að ráða saksóknara til að undirbúa málin fyrir Landsdóm og honum til aðstoðar fimm manneskjur - saksóknaranum til aðstoðar til dæmis við gagnaöflun og undirbúning málsmeðferðar fyrir dóminn - Í því ferli er líklegt að saksóknarinn leggi faglekt mat á hvort sakir séu dómtækar eða ekki.
Og farið verður þar örugglega eftir lögum um ráðherra ábyrgð og svo Stjórnarskránni.
Þessir fimm einstaklingar og saksóknarinn eru fengnir utan þingsins.
Benedikta E, 14.9.2010 kl. 17:40
Lög um Landsdóm kveða á um að Landsdómur, megi ekki dæma eftir öðru, en því sem kemur frá því ákæruskjali, sem þingsályktunartillagan frá Alþingi verður. Hvorki dómurinn né saksóknari má breyta einu né neinu í því, sama hvaða upplýsingar við bætast. Saksóknari mun ekki geta dregið kærur til baka. Ákæruskjali Alþingis (þingsályktunartillögunni) verður ekki breytt. Saksóknari mun flytja sitt mál fyrir dómnum, samkvæmt því ákæruskjali. Þeir sem ekki verða á þessu ákæruskjali fara ekki fyrir Landsdóm nema Alþingi samþykki aðra ákæru. Samfylkingarþingmaðurinn Björgvin G. mætir með sitt sakleysislega barnsandlit til þings að nýju í byrjun okt. hlægjandi að þessum kálfum í Vg. sem veittu honum pólitískt sakarvottorð, í pólitískri refskák, þar sem hótanir um stjórnarslit og þaðan af verra lék stórt hlutverk. Gleði Björgvins og Samfylkingarinnar mun svo verða enn meiri þegar að Ingibjörg verður sýknuð og þar með ábyrgð ráðherra flokksins á hruninu afmáð.
Fólk má mín vegna æpa eins og soltnir úlfar á blóð og Landsdóm við þessar aðstæður. Það sama fólk getur þá tekið þátt í gleðinni með pólitíska hræsnishyskinu í Samfylkingunni þegar eftir að Samfylkingin hefur misnotað Landsdóminn á þennan hátt!!!!!!!!!!!!
Eins og Samfylkingin hyggst misnota Landsdóminn til sögufölsunnar á eigin þætti í hruninu, er nauðgun á stjórnarskrárákvæði. Mér er það annt um landið mitt og lög þess og reglur að ég mun aldrei samþykkja slíka nauðgun aldrei!!!!!!!!!!!!!!!! Samþykkir þú slíkt mín kæra?
Kristinn Karl Brynjarsson, 14.9.2010 kl. 18:04
Kristinn - Saksóknari aflar sér gagna til þess er honum ætlaðir þessir fimm aðstoðarmenn.
Úr því að Alþingi tók þá afstöðu að fara þessa Þingmannanefndar leið verður sú vegferð að ganga til enda - annað sæmir ekki Alþingi Íslendinga.
Það er ekki hægt að stökkva til með eitthvert fjaðrafok í miðju máli - allir þingmenn sem stóðu að þessu máli í þinginu hlutu að gera sér fulla grein fyrir því hvað. Landsdómur var.
Af því þú spyrð mig um mína afstöðu - þá hefði ég aldrei látið mér til hugar koma að fara þessa leið.
Ég hefði farið pólsku leiðina - hvort sem það hefði verið hægt að beita henni gegn hrunstjórninni 2008 eða ekki - þá hefði ég lögfest hana og við sömu aðstæður og afleiðingar og eftir hrunið 2008 - þá hefði öll ríkisstjórnin setið við sama ábyrgðar borðið - einn fyrir alla - allir fyrir einn.
Í pólsku aðferðinni felst - niðurfelling á launagreiðslum eftirlaun og önnur laun -til opinberra embættismanna sem sýnt höfðu af sér vanrækslu eða brot í störfum.
Benedikta E, 14.9.2010 kl. 18:38
Ps. Kristinn - En ég var ekki spurð - svo ég gat ekki komið pólskuleiðinni á framfæri í tæka tíð.
Benedikta E, 14.9.2010 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.