Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingarinnar: Magnús Orri hefur sig yfir flokkspólitíkina í vinnu sinni í Þingmannanefndinni - og sýnir með því - að viska og þroski - er það sem þarf. - Óháð aldri og þingreynslu !

Í ræðu sinni á Alþingi í dag um skýrslu Þingmannanefndarinnar - má segja að málflutningur   Magnúsar Orra  hafi skorið sig nokkuð úr - í ræðu sinni var Magnús Orri faglegur - málefnalegur - gagnrýninn og hafinn yfir flokkspólitík -

 Hann sagði meðal annars  í ræðu sinni - "Stjórnmálamenn sýndu ítrekað ógagnrýna samstöðu með bankamönnum fyrir hrun - og færðu ábyrgðina yfir á almenning"

En þar fór Samfylkingin í fararbroddi með skjaldborg í þágu fjármagnseigenda og útrásarinnar.

Með heiðarlegum málflutningi hefur Magnús Orri áunnið sér traust og virðingu þeirra sem á hann hlýddu - og sýnt að það er hægt að hefja sig yfir flokkspólitík - í þágu heildarinnar.

 


mbl.is Sýndu samstöðu með bankamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband