Herra Karl Sigurbjörnsson biskup víki - ásamt þeim prestum sem nafngreindir hafa verið og komu að málum fórnalamba Ólafs Skúlasonar á einhvern hátt.-
Þar hafa verið nefndir auk biskups - sr.Hjálmar Jónsson - sr.Pálmi Matthíasson og sr.Vigfús Þór Árnason - ásamt þeim öðrum þjóðkirkjuprestum - sem hylmdu yfir með Ólafi Skúlasyni og þögguðu framferði hans niður.
Eðlilegt er að næsti biskup Íslands verði valinn - kosinn - af söfnuði Þjóðkirkjunnar.
Mikil fækkun í þjóðkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Kirkjan þarf að breytast mikið. Ekki slæm hugmynd hvernig biskup skuli kosinn.
Guðmundur St Ragnarsson, 3.9.2010 kl. 21:35
Ef ekki verður breyting núna - þá verður það aldrei - það gerist heldur ekki nema með nýju fólki.
Þú segir það sko satt Guðmundur - það er mikið sem þarf að breytast.
Benedikta E, 3.9.2010 kl. 21:47
Segðu ekki, mín kæra Benedikta: "... ásamt þeim prestum sem nafngreindir hafa verið og komu að málum fórnalamba Ólafs Skúlasonar á einhvern hátt," því að sumir prestanna komu að þeim málum á mjög drengilegan og hugrakkan hátt. Ég nefni þar helzt séra Geir Waage og aðra í stjórn Prestafélags Íslands, einnig sr. Flóka Kristinsson, sem biskup lét hrekja úr Langholtskirkju, og séra Einar Þór Þorsteinsson, prófast á Eiðum, sem einn allra prófasta landsins neitaði að taka þátt í stuðningsyfirlýsingu við Ólaf biskup og meðfylgjandi harðri fordæmingu á afstöðu Geirs Waage í málinu. Sjá um þetta mál afar fróðlega grein eftir þungaviktarmann í Þjóðkirkjunni, fyrrv. prófast Árnesinga, séra Úlfar Guðmundsson, en hún birtist í Mogganum í gær: Kirkjan og kynferðisbrotin. Ef einhver á erfitt með að nálgast þá grein í blaðinu eða á netinu, þá er mjög mikilvægur hluti hennar hér á vefnum Krist.blog.is: Kirkjan og kynferðisbrotin. – Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 3.9.2010 kl. 22:34
Sæll Jón Valur - Geir Waage stundaði ekki neina yfirhylmingu eða þöggun í þessu máli - hann hvatti líka Ólaf Skúlason að segja af sér það kemur fram í minninga bók Ólafs og þar sett fram af Ólafi sjálfum sem ámælisvert að Geir skyldi taka afstöðu gegn honum.
Nöfn þeirra presta sem nefnd eru af mér hér að framan - hefur Sigrún Pálína sjálf nefnt í fjölmiðlum - prestar sem hún leitaði til en þeir gerðu ekkert henni til hjálpar.
Það eru þeir prestar innan kirkjunnar sem hylmdu yfir með Ólafi Skúlasyni og þögguðu niður - staðin fyrir að taka á málum á þann hátt sem þurfti til að stoppa hann af - þannig sinntu þeir ekki sínum skyldum og njóta því ekki þess trausts sem prestar í kirkjunni þurfa að hafa og ber því að víkja.
Það er líka rétt hjá þér Jón Valur - að þeir prestar innan þjóðkirkjunnar sem tóku ekki þátt í yfirhylmingu með Ólafi - þeir lentu úti í kuldanum innan kirkjunnar - og eins og kemur fram hjá þér lentu bara í algjörum hremmingum sumir hverjir.
Ég hef ekki séð greinina hans sr.Úlfars Guðmundssonar - en ég ætla að nálgast hana.
Með góðri kveðju.
Benedikta E, 4.9.2010 kl. 00:21
Takk, Benedikta/B, en smelltu á seinni tengilinn frá mér, þar sérðu mikilvægan part af grein Úlfars. – Kaupirðu ekki Moggann, mín kæra, þú af öllum konum!
Jón Valur Jensson, 4.9.2010 kl. 00:27
JÚ - JÚ - Jón Valur - auðvitað kaupi ég Moggann - en ég les hann ekki alltaf samdægurs.................
Benedikta E, 4.9.2010 kl. 00:38
Morgunblaðið 2. september 2010:"Kirkjan og kynferðisbrotin": Grein Úlfars Guðmundssonar prófasts emeritus og fyrsti formaður siðanefndar Prestafélags Íslands.
Greinin er gagnleg samantekt Þjóðkirkjuprests sem var í eldlínunni innan kirkjunnar á tíma Ólafs Skúlasonar þar.
Greinin staðfestir það sem fólk vissi að átök voru innan kirkjunnar í umræddu máli- milli yfirstjórnar kirkjunnar ásamt prestum innan kirkjunnar sem fylgdu þeim að málum - við að þagga niður og hylma yfir með Ólafi Skúlasyni -
Og svo var það andspyrnulið presta innan Þjóðkirkjunnar sem höfðu aðra sýn á málum en yfirhylmingu og þöggun í þágu Ólafs Skúlasonar - einnig vildu þessir prestar andspyrnunnar styðja við málstað fórnarlamba Ólafs Skúlasonar sem ekki mæltist vel fyrir hjá þeim sem "yfirvaldið" höfðu eða tóku sér.
Vegna þess arna - lentu þeir prestar sem ekki tóku þátt í yfirhylmingunni með Ólafsliðinu - úti í kuldanum og sumir jafnvel í hremmingum...............................
Þetta blasti við fólki þó það væri svo sem ekki sagt sem slíkt - þá leyndi sér ekki ástandið innan kirkjunnar -
Úlfar Guðmundsson talar líka um þöggun fjölmiðla á þessum tíma 1996 - Þar hefur sýnt sig - að er breytt staða í dag -
Í dag hafa fjölmiðlar ekki skotið sér á bak við þögnina heldur tekið málefnið fyrir án undanbragða.
Þannig vill fólk sjá perstastétt þjóðkirkjunnar bregðast við í dag - axla ábyrgð án undanbragða.
Ef einhver getur rökstutt það að prestastastéttin innan Þjóðkirkjunnar hafi gert það sem gera þurfti - þegar Ólafur Skúlason var kjörinn biskup Íslands - þá væri fróðlegt að sjá þá röksemd.
Benedikta E, 4.9.2010 kl. 14:10
Mikið vonaði ég þá, að séra Arngrímur Jónsson næði biskupskjöri, en mér varð ekki að ósk minni, Ólafur fekk fleiri atkvæði.
Jón Valur Jensson, 4.9.2010 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.