"talsmenn Sjálfstæðisflokksins segja ljótt um mig" : Það er borgarstjóranum Jóni Gnarr - sem vælir svona vel - til að afvegaleiða umræðuna - Frá - OR - klúðrinu !

Hann skýlir ekki pólitískri vanhæfni Bestaflokksins og Samfylkingarinnar með einhverju þvaðri í fjölmiðlum - NEI - NEI - það eykur bara á ósköpin.

Umræða dagsins fyrir borgarstjórann í Reykjavík - ætti að vera brotlending stjórnar Orkuveitunnar með 30 % hækkun gjaldskrár - undir hans yfirstjórn í nafni Bestaflokksins og Samfylkingarinnar.

Og þau stóru afglöp sem stjórn Orkuveitunnar gerði við þá afgreiðslu stjórnarinnar.

Ef þetta fólk væntir þess að fá laun úr borgarsjóði frá borgarbúum þá skal það fara að sinna þeirri vinnu sem þeim ber að sinna á faglegan hátt og af fullri ábyrgð á borgarmálunum.

Borgarstjórinn hætti að blaðra tóma steypu í fjölmiðlum - ræði í þess stað um borgarmálin frekar en sinn persónulega pirring út í Sjálfstæðisflokkinn og haldi fyrir sig löngun sinni til að vera borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Pirringur vegna nikóktínfíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu búin að vera með hausinn ofan í sandinum síðustu ár. Það er ekki séns að kenna bestaflokknum um orkuveitu klúðrið. Sjálfstæðis og samfylkin eiga alla skömmina þar með sinni ógeðslegu græðgi og spillingu.

Talandi um væl þá eiga sjálfstæðis menn metið þar. Alltaf vælandi yfir mótmælum og skýlandi sér bak við börnin sín, í stað þess að segja af sér.

Óli (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 11:20

2 Smámynd: Benedikta E

Leiðrétting - segist á það að vera í yfirskriftinni - ekki vælir

Benedikta E, 31.8.2010 kl. 11:20

3 identicon

Sammála Óla, þetta er hlægileg færsta og dæmir sig sjálf, þvílík er vanþekkingin

Snar (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 11:28

4 Smámynd: Benedikta E

Óli  - Það er nú  R - listinn sem ber ábyrgðina á útrásar brjálæði og yfir skuldsetningu Orkuveitunnar - það átti sér stað í 12 ára setu R listans í meirihluta borgarstjórnar.

Nýliðin gjaldskrárhækkun OR er á ábyrgð Bestaflokksins og Samfylkingunnar sem eru í meirihluta í stjórninni og með borgarstjórann frá Bestaflokknum.

Það var ófaglega að hækkuninni staðið - sem nú þegar er farið að sýna sig að á eftir að vinda illilega upp á sig fyrir stjórnendur Orkuveitunnar til vandræða

Benedikta E, 31.8.2010 kl. 11:35

5 Smámynd: Benedikta E

Snar - Já það er rétt vanþekkingin á rekstri Orkuveitunnar er mikil hjá  nýkjörinni stjórn - stjórnarformanni og borgarstjóra.

Að vaðið er fram með slíku ófaglegu offorsi að stjórnsýsluleg vinnubrögð eru ekki einu sinni virt.

Orkuveitan hefur ekki sjálfdæmi við gjaldskrár hækkanir - stjórnin gaf skít í það - bara óð áfram af þekkingarsnauðu offorsi.

Það á eftir að draga dilk á eftir sér fyrir stjórnarformann og borgarstjóra Bestaflokksins.

Benedikta E, 31.8.2010 kl. 11:44

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Borgarstjórinn ætlar að spila á vorkunnsemina og sannaðu til að einhverjir munu verða til þess að verja hann. Eins og þessir tveir hér að ofan, sem eru greinilega með lepp fyrir báðum augum þegar þeir skoða stöðuna. Orkuveituklúðrið skrifast alfarið á r-listann og nú þegar borgarstjórn Hönnu Birnu hefur verið með mikla vinnu í gangi til að leiðrétta stöðuna, án þess að þurfa að velta henni af fullum þunga á neytendur, þá koma fígúrurnar í sk. Bezta flokki og hleypa öllu í uppnám. En sannaðu til, kæra vinkona, þeir eru margir sem ekki taka leppinn frá augunum og halda áfram enduróma áróðurinn sem heilaþvottastöðvarnar garga í eyru þeirra.

Eina sem núverandi borgarstóri Reykjavíkur hefur gert fyrir samfélagið er prakkarastrik, sem á eftir að bitna á borgarbúum næstu 4 árin.

Emil Örn Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 12:28

7 Smámynd: Benedikta E

JÁ - JÁ - borgarstjórinn er að reyna að koma meðvirkniapparatinu í gang - það er augljóst - hugsa sér!

Þessir kjafthákar sem koma fram sem talsmenn borgarstjórans og Bestaflokksins hér á síðunni treysta sér ekki einu sinni til að kannast svo mikið við borgarstjórann sinn að þeir skrifi undir nafni - NEI - NEI -

12 ár og 100 dagar til að hreinsa upp eftir Rlistann og - 4ár - til að hreinsa upp eftir Bestaflokkinn ...................................

En það eru nú þegar mjög margir sem kusu Bestaflokkinn sem naga sig illilega í handarbökin fyrir að hafa kosið hann - þegar útrunnið grín er það eina sem boðið er upp á í hans aumu framgöngu - þetta heyrist í máli manna á milli og einnig það að Jón Gnarr muni eyðileggja feril sinn sem grínleikari efir alt misheppnaða grínið hjá honum sem borgarstjóra.

Kjósendur hans kusu hann víst ekki til þess að vera trúð í borgarstjórn.

Benedikta E, 31.8.2010 kl. 13:03

8 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Mér skilst að það sé þresskonar fólk sem kaus sk. Bezta flokk: Þeir sem eru búnir að naga sig í handabökin inn í lófa, þeir sem fara með veggjum og þeir sem enn berja hausnum við stein og reyna að verja óskapnaðinn.

Emil Örn Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 13:16

9 Smámynd: Benedikta E

Emil - Þeir sem reyna að verja óskapnaðinn og berja hausnum við steininn - má sjá birtingarmyndir af á síðunum okkar - að sjálfsögðu nafnlausa.

Benedikta E, 31.8.2010 kl. 13:35

10 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það má þá segja þeir fari með veggjum líka...

Emil Örn Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 13:37

11 Smámynd: Benedikta E

Það er mjög fróðlegt viðtal við Hjörleif Kvaran í Fréttablaðinu í dag -  varðandi þær tillögur sem lágu fyrir til hagræðingar á rekstri Orkuveitunnar áður en hann var látinn fjúka af Haraldi Flosa Tryggvasyni  núverandi stjórnarformanni Orkuveitunnar og fyrr verandi frammámanni fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar.

Benedikta E, 31.8.2010 kl. 13:48

12 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

http://www.amx.is/fuglahvisl/15545/

 Sé myndbandið skoðað, sem er í þessum "linki" hér að ofan, þá má sjá hvað borgarbúar og aðrir viðskiptavinir OR eru að borga fyrir.  Svona fannst fulltrúm R-listans, með Samfylkingu í broddi fylkingar að reka ætti orkufyrirtæki í almannaeign.

 Já og nei............. Þetta er ekki  auglýsing frá veisluþjónustu........................

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.8.2010 kl. 14:02

13 Smámynd: Benedikta E

Eftir áhorf af myndbandinu þá er efst í huga þvílíkt brjálæði - fólkið hefur ekki verið með fullu viti.

Var enginn með fullu viti ?

Einhversstaðar sá ég að það væru 30 manns sem starfaði í eldhúsi Orkuveitunnar ætli þeir séu ekki bara fleiri.

Ja hérna ! - Þetta er myndband sem vert er að sjá....................

Benedikta E, 31.8.2010 kl. 14:33

14 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þetta er ekki "talsmenn Best Flokksins" hér að framan Benedikta. Þetta er venjulegt fólk að benda á augljósar staðreyndir. Sjallinn og Framsókn (og í 100 daga, Samfylking) sáu um að stýra Orkuveitunni í þvílíkar skuldir að núverandi stjórnendur fara út í þessa vitleysu.

Hvað eru allir að tala um R-Listann hér? Sjálfstæðismenn hafa stýrt borginni lengst af og tekið flestar "frjálshyggjuákvarðanirnar". Við erum enn að súpa seyðið af þeirri óstjórn, munum verða það og svo munu börnin okkar erfa það rugl allt saman. Gleymum því ekki. Aldrei.

Rúnar Þór Þórarinsson, 31.8.2010 kl. 14:33

15 Smámynd: Benedikta E

Rúnar - Það var R-listinn sem var 12 ár samfleytt í meirihluta í borgarstjórn - brjálæðisleg skuldsetning og útrásin var á vakt R-listans -

Sjálfstæðisflokkurinn var ekki í meirihluta í borginni fyrr en 2007 - þá eftir 12 ára hlé.

Benedikta E, 31.8.2010 kl. 14:45

16 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ragnar, bara til upprifjunar, þá var borgarstjórnarmeirihluti árana 1994- 2006 skipaður fulltrúum R-listans.   Allar ákvarðanir OR á þeim tíma voru teknar af þeim meirihluta, ekki af sjálfstæðismönnum.  Fyrirtæki borgarinnar voru skuldlaus þegar Rl-listinn tók við árið 1994.  Hverjar voru skuldirnar 2006 og hvað hafa skuldirnar hækkað mikið vegna aðstæðna sem að borgarstjórn Reykjavíkur ræður ekki við, eins og t.d. fall krónunnar.............?  Sú stjórn Or sem tók við 2006 tók við miklum skuldbindingum um framkvæmdir og orkuafhendingu.  Sex af 7 borgarfulltrúum stoppuðu REI bullið............ Oddviti Samfylkingarinnar Dagur B. Eggertsson  kallaði það að "koma óorði á útrásina".  Össur Skarphéðinsson, þáverandi Iðnaðarráðherra, kallaði sexmenningana " hryðjuverkamennina sex".  Steinunn Valdís borgarstjóri til  2006, skammaði sexmenningana fyrir að hafa ekki viljað stökkva og "gróðahraðlestina" með þeim Hannesi Smárasyni og Bjarna Ármannssyni........... Eigum við að bölva núna Sjálfstæðisflokknum, fyrir að hafa forðað OR frá REI?    Eða eigum við að lesa söguna áður en við tjáum okkur og grýtum drullukökum í allar áttir?

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.8.2010 kl. 14:47

17 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Rúnar átti það að vera. Ekki Ragnar........... biðst velvirðingar.........

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.8.2010 kl. 14:47

18 Smámynd: Benedikta E

Kristinn - Takk fyrir þitt innlegg í umræðuna.

Benedikta E, 31.8.2010 kl. 14:53

19 identicon

mig finnst jón ætti að koma þessari borg og öllum sem í henni búa og troða henní rassgatið á þessari aumu plánetu,sama hvar það er að finna.

ég kaus gnarrinn vegna þess að honum var sama um þessa borg

og kallaði hana leiðindarborg og hún er ljót,mjög ljót og þarf að fara í

hakarann.

hættið sjálf þessu væli það er gott að vera gráðugur og vilja meira en í dag en í gær,þið vitið þetta öll samann! þetta er allt gott og blessað og mjög mannlegt svo mannleg meira að segja að það er ekkert sem þið getið gert til að breyta þessu öllu samann,þetta verður alltaf svona.

og annað er að íslendingar hafa aldrey í sinni sögu verið einhverjir afbragðs stjórnendur

ef eitthvað þá frekar lélegir í að halda stjórn,hvort sem það eru stór eða smá fyrirtæki

afhverju væla um það núna!?

Svavar (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 17:52

20 identicon

æj, greyin mín, er virkilega svona erfitt að vera ekki í meirihluta? mikið eigið þið bágt, ég vona að það séu til einhver félagsleg úrræði hjá rauða krossinum fyrir sjálfstæðismenn í tilvistarkeppu. Hafið þið prófað að tala við vinalínuna?

brynjar (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 18:38

21 identicon

Benedikta. splittaðist ekki r-listinn uppí samfylkingu og vg. Er ekki alveg viss verð ég að viðurkenna. En að minnsta kosti var Ingibjörk Sólrún í R-listanum. En hvað sem því líður þá var sökin allavaga ekki hjá Besta flokknum þar sem hann er algjörlega nýr og það var aðal pointið hjá mér.

Óli (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 01:56

22 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Óli, þú afsakar að ég skuli sletta mér inn í viðræður þínar við Benediktu. Það er vel að menn viðurkenni þekkingarleysi sitt en verra að menn vaði af stað með órökstuddum gífuryrðum og ásökunum.

Sk. r-listi var upphaflega kosningabandalag Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins, Framsóknarflokksins og Kvennalistans. Þetta bandalag hélt síðan völdum í Reykjavík í 12 ár, 1994-2006. Á þeim tíma tókst Orkuveitan á það flug sem hún er að hrapa úr núna.

Á dögum r-listans sameinaðist Alþýðuflokkurinn, Þjóvaki Jóhönnu Sigurðardóttur, Kennalistinn og hluti Alþýðubandalagsins og myndaði nýjan flokk: Samfylkinguna. Þá var einnig stofnuð Vinstri hreyfingin Grænt framboð (VG) aðallega af Alþýðubandalagsfólki sem ekki vildi ganga til liðs við Samfylkinguna. Við þetta breyttist að sjálfsögðu samsetning r-listans og hann varð bandalag Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks.

Þáttur ISG er svo kapítuli út af fyrir sig og það hvernig valdaklifur hennar innan Samfylkingarinnar varð til þess að r-listinn liðaðist í sundur.

Sakbending sem slík leysir engan vanda en það breytir því ekki að það er ómaklegt, eins og virðist vera einhver lenzka, að kenna Sjálfstæðisflokknum um alla mögulega og ómögulega hluti. Það verður líka að halda því til haga að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins urðu fyrstir til þess að reyna að koma böndum á óreiðuna og hlutu bágt fyrir hjá sumum. Borgarstjórn Hönnu Birnu vann markvisst að því að hagræða og spara innan Orkuveitunnar til þess að ekki þyrfti að velta öllum þunganum á neytendur. Þessa vinnu hefur borgarstjórn sk. Bezta flokks nú sett í uppnám... enda í samstarfi með Samfylkingunn sem mesta ábyrgð ber á því ástandi sem nú er glímt við .

Emil Örn Kristjánsson, 1.9.2010 kl. 11:01

23 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Uhm... Það voru sjálfstæðismenn og framsókn sem komu OR í vanda og landinu öllu með stóriðjustefnu, þrýstingi um skuldbindingar við erlenda aðila, erlendar lántökur, kapítalistasjúklingar í stjórn sem manipúleraði veikgeðja fólk þar. Það þýðir ekkert að benda á langa setu pólitíkusa í stjórn OR og halda að það skýri allt. Sjáið Landsvirkjun, HS og OR. Þessar stofnanir eru ALLAR í ruglinu og til þess var stofnað af ríkisstjórnum þess tíma og þrýstingi og ógnunum við sveitarfélög og stjórnir fyrirtækja.

Glæpur R-listans var andvaraleysi fyrir þeim hörmungum sem Sjallinnn og Framsókn voru að leiða yfir borgina og OR þar með. Vanhæft, sauðheimskt fólk í ætt við Árna Pál sem er svo mikill popúlisti að ég gubba næstum.

Svo skiptir reyndar ekki alltaf máli hvar menn sitja í flokki, þeir eru bara ómögulegir. Það mátti t.d. hver maður sjá að Alfreð í Orkuveitunni var alveg gjörspilltur. Í alvörunni... fór það framhjá einhverjum þegar hann tjáði sig?

Rúnar Þór Þórarinsson, 1.9.2010 kl. 13:17

24 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Emil - btw - Það er ekki "ómaklegt" að kenna sjálfstæðisflokknum um "alla mögulega og ómögulega hluti". Það er ómaklegt við aðra að gera það ekki.

Ekki taka þetta sem vörn fyrir Samfylkinguna eða eitthvað slíkt. Viðbjóðurinn sem ég hef á þessu samtryggingarskrímsli er viðvarandi. Sjálfstæðisflokkurinn "hefur" verið við völd lengst af í borginni því eftir áratuga stjórnun leyndist þetta lið út um allt, líkt og sama gengið vappar nú um ganga Seðlabankans og annarra hrunstofnana og gerðu á meðan þeir bjuggu í pottinn. Það er ekki lýsandi að afmarka hrun OR við 12 ára valdatíma R-Listans því þar kom afskaplega margt til, m.a. Framsókn sem bæði var í R-listanum OG ríkisstjórninni með Sjálfstæðisflokknum, með bundið fyrir augun og stýripinnann í afturendanum.

Rúnar Þór Þórarinsson, 1.9.2010 kl. 13:24

25 Smámynd: Benedikta E

Rúnar - R listinn var með meirihluta  í borgarstjórn og stjórnaði borgarmálunum 1994 - 2006 eða í 12 ár á þessu tímabili var Ingibjörg Sólrún lengst af borgarstjóri - en Þórólfur Árnason og Steinunn Valdís  voru borgarstjórar fyrir R listann í lok tímabilsins.

Á þessum árum þó aðallega 2001- 2006 - var það sem R listinn fór í stjórnlausa útrás með Orkuveituna og skuldsetti hana upp í rjáfur - og Ingibjörg Sólrún var sögð vel gráðug að heimta arðgreiðslur frá Orkuveitunni í borgarsjóð - þegar tómahljóð heyrðist úr borgarsjóði en hann var rekinn meira eða minna með hallarekstri í stjórnarsetu R listans.

Allar þessar upplýsingar eru fáanlegar hjá borginni ef áhugi er á því. 

Benedikta E, 1.9.2010 kl. 20:47

26 identicon

Rúnar, skuldir orkuveitunnar eru tilkomnar vegna óhugnalegrar lántöku í tíð R-listans, t.d. til að byggja höll, sinna gæluverkefnum stjórnarformanns, ásamt því að borga hanskaklæddum þjónustufólki til að þjóna honum. Sjálfstæðisflokkurinn er saklaus af þessu, ótrúlegt en satt.

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 21:05

27 identicon

Já og þessi snjalli stjórnarformaður var í Framsókn, þeirr kunna nefninlega svo mikið hvernig á að reka svona batterí, LOL.

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 21:06

28 Smámynd: Benedikta E

Takk fyrir þitt  innlegg í umræðuna Bjöggi.

Benedikta E, 1.9.2010 kl. 21:40

29 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Rúnar, vertu ekki svona "nojaður" eins sumir segja. Mér þykja samsæriskenningar þínar óskaplega langsóttar og hef þó heyrt þær margar.

Þú segir: " Það er ekki "ómaklegt" að kenna sjálfstæðisflokknum um "alla mögulega og ómögulega hluti". Það er ómaklegt við aðra að gera það ekki."

Ég held að þú sért þokkalega upplýstur og vel lesinn maður og því ætti þér að vera ljóst hversu hættulegt sú lífssýn er að kenna ákveðnum hópi fólks fyrirfram um allt sem aflaga fer og hefur farið hversu tilefnislaust eða óverðskuldað það er.

Því fer fjarri að ég ætli að hvítþvo Sjálfstæðisflokkinn og ekki ætla ég að kenna Samfylkingunni um alla hluti sem aflaga fara. Við getum deilt um stefnur og úrræði en maður deilir ekki um staðreyndir.

Emil Örn Kristjánsson, 1.9.2010 kl. 22:42

30 Smámynd: Benedikta E

Að reyna að snúa á haus  skráðum og skjalfestum staðreyndum - má líkja við að lemja hausnum við steininn.

Takk fyrir þitt innlegg í umræðuna Emil.

Benedikta E, 1.9.2010 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband