22.8.2010 | 15:38
Var séra Barni Karlsson ekki kominn í kristinnamanna tölu þegar mál Ólafs Skúlasonar var í hástigs yfirhylmingu hjá Þjóðkirkjunni ?
Hvað sagði séra Bjarni Karlsson þá ? Ekkert..............?
Hvað segir séra Bjarni Karlsson um frammistöðu Kirkjuráðs og biskups Karls Sigurbjörnssonar við Guðrúnu Ebbu - ?.Ekkert......................?
Hvað segir séra Bjarni Karlsson um að Kirkjuráðið lét Guðrúnu Ebbu bíða eftir áheyrn hjá ráðinu í heilt ÁR - ? -Ekkert................
Hvað segir séra Bjarni Karlsson um bréf organistans í Bústaðakirkju þar sem hann sagði frá vitneskju sinni um Ólaf Skúlason - organistinn hafði verið organisti í kirkjunni í 4 ár - bréfinu var stungið undir stól á Biskupsstofu sem trúnaðarmáli - hvað segir séra Bjarni Karlsson um það ? Ekkert...............
Hvað segir séra Bjarni Karlsson um frammistöðu biskups í sjónvarpsviðtali á Stöð 2 og allir tala um - en ekki séra Bjarni................
Nú þarf Geir Waage að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessir Biskupar eru ekki kristnir og hafa aldrei verið. Þó menn geti unnið sem prestar er það ekkert sjálfsagt mál að þeir séu kristnir...
Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 17:42
Nei - Óskar það hefur nú aldeilis sýnt sig að þeir eru ekki allir Kristnir nema að nafninu til - en í einfeldninni álítur maður að svo sé - þangað til maður rekur sig á annað.
Benedikta E, 22.8.2010 kl. 18:10
Þetta er ótrúlegur þvættingur hjá þér. Bjarni, þá ungur prestur, beitti sér eindregið fyrir því á sínum tíma að Ólafur Skúlason stigi til hliðar þegar ásakanir á hendur honum komu fram.
Á bloggi Bjarna á Eyjunni gagnrýnir hann biskup og kirkjuráð fyrir að taka lint á málum Guðrúnar Ebbu.
Það má kannski bjóða þér, Benidikta E, að kynna þér málin áður en þú ryðst fram á ritvöllinn?
Sveinn (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 18:24
Stundum er betra að kynna sér málin áður en það er bloggað með látum!
Skúli (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 18:27
Þetta er svona 6 milljaraða króna leikrit sem er leikið allt árið. Sumir prestar eru nú alveg einlægir og lifa sig inn í þetta af einlægni. Og allt gott og blessað með það. Svo eru allskonar pöddur innan um sem sjá þetta bara sem fína og þægilega vinnu og sem stað til að fela sig á. Og það á ekkert sértaklega við íslensku kirkjuna. Kirkkjan um víða veröld er notum sem felustaður fyrir allskonar glæpafélög.
Þessi prestur Geir Waage er bara kjáni.Hann skilur ekki munin á hugsun og framkvæmd á glæp...
Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 18:27
....beitti sér eindregið fyrir því á sínum tíma að Ólafur Skúlason stigi til hliðar...? Af hverju kærði Bjarni ekki eins og honum bar skylda til? Var hann of ungur til að þora?
Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 18:30
Sveinn - Ef þetta er tilfelliðð sem þú segir að vilji prestsins liggi til þess að beita sér svo að mál snúist til betri vegar - þá verður hann greinilega að skerpa sig svo að það takist eftir því hjá þeim sem gagnrýninni er beitt að - biskupi og kirkjuráðinu.
Þessi gagnrýni hans hefur algjörlega legið í láginni og enga umfjöllun fengið.
Benedikta E, 22.8.2010 kl. 19:21
Skúli - Átta ég mig ekki við hvað þú átt - ef athugasemdinni er beint til mín ?
Benedikta E, 22.8.2010 kl. 19:24
Óskar - Góð athugasemd hjá þér - því beitti hann sér ekki þannig að það tækist eftir því ?
Benedikta E, 22.8.2010 kl. 19:27
Benedikta,
Þú kemur fram með fullyrðingar um viðbragðsleysi Bjarna í téðum málum og í mínu svari bendi ég þér á að þú ferð með rangt mál. Viðbrögð þín eru ekki þau að líta í eigin barm og draga þá ályktun að þú hefðir kannski betur kynnt þér málin – nei, þú bregst við með því að átelja Bjarna fyrir að hafa ekki gert nóg. Er það góður mælikvarði á verk Bjarna að þú hafir ekki heyrt þeirra getið? Ennfremur, er sanngjarnt að dæma menn eftir því hvaða viðbrögð gjörðir þeirra hafa vakið?
Sannleikurinn er sá að sr Bjarni hefur staðið framarlega í baráttu fyrir heilbrigðri þjóðkirkju og hefur mátt þola ýmislegt fyrir vikið, þótt ekki heyri maður hann kveinka sér undan því. Flestir þeir sem þekkja vel til málefna kirkjunnar vita þetta.
Það sem þú býður upp á með svona bloggfærslu er ekki umræða, ekki rökræða, heldur ósannar upphrópanir sem eru engum til gagns. Það er ánægjulegt að þú skulir hafa tækifæri til þess að blogga, en það er dapurlegt að þú nýtir það ekki betur.
Með ósk um vandaðri skrif,
S.
Sveinn (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 19:44
Sveinn - Það er leitt að þér skuli sárna að framtak Bjarna hafa ekki slegið í gegn - við skulum bara vona að það nái til biskups og kirkjuráðsins þannig að það skili tilætluðum árangri - dropinn holar steininn.
Benedikta E, 22.8.2010 kl. 19:52
Það vona ég svo sannarlega. Takk fyrir þessi viðbrögð.
S.
Sveinn (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 20:01
Sveinn - Takk fyrir innlitið.
Benedikta E, 22.8.2010 kl. 20:08
Sveinn! það er náttúrlega hroðalegt að bera mann röngum sökum. Þenna Bjarna þekki ég ekki neitt. Enn þú komst sjálfur með þessa skýringu að Bjarni hafi reynt að vekja athygli á þessu máli. Þú segir sjálfur að hann hafi þegar verið orðin prestur. Að hann hafi gefist upp? það er það sem þú gefur í skyn.
Engar upphrópanir eru svo stórar sem réttlæta það að horft sé framhjá svona máli. Nákvæmlega sama hver á í hlut. Hver einasti prestur sem svo mikið sem grunaði þetta um Biskupinn átti og var skyldugur að grípa inn í. Engu skiptir hvort viðkomandi var prestur eða vann í eldhúsinu.
Ef það er hægt að gefa sér að barnaníðingur sé veikur og ekki sjálfrátt, hvað eru þá þeir s.k. heilbrigðu sem standa við hliðinna og gera lítið eða hreinlega ekki neitt? Það hefur ENGIN staðið framarlega í heilbrigri kirkju á Íslandi. Kirkjan er ekki heilbrigð sem stofnun, hefur aldrei verið og verður aldrei. Það er eðli kirkju hvar sem er í heiminum. Margir prestar eru heilbrigðir og góðir menn.
"Það er ánægjulegt að þú skulir hafa tækifæri til þess að blogga, en það er dapurlegt að þú nýtir það ekki betur. Með ósk um vandaðri skrif," seir þú við pistlahöfund. það skín í gegn hvernig fólki er sagt að þegja um svona mál og áminnt um að vera kurteist. Það er aðferð presta og kirkjumanna. Það vantar bara að bæta því við að svona umræða sé hreint Guðlast og ekki Guði þóknanlegt svo se búið að "skíta alveg upp á bak" í umræðunni svo maður noti einhver orð sem engin getur misskilið.
Núverandi Biskup ætti að skammast sín hvernig hann tekur á málum, segja af sér og stjórnmála menn að vakna upp og segja skilið við þetta 6 milljaraða djók sem kirkjan er. Alveg hroðalegt að sjá svona skrif eins það sé ekki nóg til af fólki sem vilja trampa fórnardýr þessarra glæpahunda niður í skítin.
Þú átt hreinlega að skammast þín Sveinn og hugsa ráð þitt alvarlega og ég segi þetta með ósk um vandaðri skrif frá þér....vonandi leiðir pistlahöfundur þetta rugl í þér hjá sér og fyrirgefur þér það.
Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 20:14
Óskar - Beittur pistill hjá þér gott innlegg í umræðuna. Takk fyrir það.
Benedikta E, 22.8.2010 kl. 23:50
Sæll Óskar,
Það er greinilegt að þú ert mjög reiður kirkjunni. Ég skil það vel, enda hefur hún brugðist á mörgum sviðum.
Þegar mál Ólafs Skúlasonar kom um á 10. áratugnum voru voðaverk hans ekki á vitorði nema örfárra. Það eina sem flestir vissu, Bjarni meðtalinn, var að fram stigu konur sem ásökuðu biskup um kynferðisbrot. Þá stóð Bjarni, ásamt fleirum, fyrir því að krefjast þess að Ólafur stigi til hliðar. Það var ekki fyrr en mörgum árum eftir að Ólafur hætti sem biskup að umfang brota hans varð ljóst. Það er því fjarstætt að halda því fram að Bjarni hafi brugðist á einhvern hátt eða að hann hafi „gefist upp.“ Það má hins vegar vel vera – ég þekki bara ekki vel til þess – að aðrir í prestastétt hafi vitað meira og hefðu átt að bregðast við í samræmi við það.
Þegar ég bið síðuhaldara að vanda skrif sín, þá er það vegna þess að upphafsbloggið samanstendur af upphrópunum um Bjarna sem eru ósannar. Mér finnst það sjálfsögð krafa að fólk vandi sig í umræðunni og kynni sér málin. Ég er hvorki að biðja síðueiganda né nokkurn annan um að þegja um eitt né neitt. Þvert á móti vona ég að umræðan verði sem mest, því mér mislíkar verulega hvernig biskup virðist ófær um að taka á þessu máli. Sama gildir um Geir Waage og hans skelfilegu afstöðu til tilkynningaskyldunnar.
Ég vona að þetta skýri málið og þú fyrirgefir mér þótt ég skammist mín lítið og muni ekki hugsa ráð mitt neitt umfram það sem ég geri dags daglega.
Kv,
S.
Sveinn (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 00:19
Bjarni ætti líka að hætta - fyrst hann vill vera í pólitík á hann að hætta að starfa sem prestur - reiknar einhver með því að samfylkingarprestur ( eða prestar sem bjóða sig fram fyrir flokka almennt ) sinni prestsstarfinu af einlægni? Kanski gera prestar það ekki lengur svona almennt séð - en engan veginn pólitíkusar í hempu - hún felur ekkert. Er Bjarni ánægður með frammistöðu samfylkingarinnar???
Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.8.2010 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.