21.8.2010 | 18:46
Prestur í opinberri þjónustu brýtur barnverndarlög - neitar að lúta landslögum og þykist góður af!
Geir Waage sóknarprestur í Reykholti segir siðareglur presta ofar lögboðn um barnaverndarlögum-
Þarna verður eftirlitskerfi barnaverndarmála að grípa inn í tafarlaust -
Svona fólk ógnar velferð barna.
Það er ekki til neins að vísa slíkum málum til biskups sem er yfirmaður sóknarprestsins í Reykholti - Biskupinn er ekki hótinu betri það kom augljóslega fram í viðtali við hann á Stöð 2 fyrir hvaða seglum hann siglir - það er ekki heil brú í þeim félögum -
Það verður að víkja svona fólki úr starfi - og öðrum þeim líkum.
Þjóðkirkjumálin ætla að vinda upp á sig.
Þagnarskyldan er algjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Menn fá yfirleitt refsingu eftir að þeir brjóta af sér en ekki áður.
Er ekki fulllangt gegnið að reka manninn fyrir að hafa skoðun.
Ragnhildur Kolka, 21.8.2010 kl. 20:20
Sæl Ragnhildur - Eftir þær yfirlýsingar sem hann hefur gefið opinberlega - þarf að taka hann tali og kanna mál hans frekar - og komi þá í ljós að hann hefur brotið af sér þá á hann að víkja - eða er líklegur til þess eins og kom fram í hans máli. Samkvæmt skoðunum sínum virðir hann ekki barnaverndarlöggjöfina og getur þá ekki talist hæfur til að sinna starfi í kring um börn.
Undir þessa löggjöf heyra allar starfstéttir sem tengjast börnum að einhverju leyti og einnig er það borgaraleg skylda að tilkynna barnverndaryfirvöldum ef barn er í einhverskonar hætti í umhverfi sínu.
Skoðun hans getur orðið þess valdandi að barn í hans umhverfi geti orðið þolandi af hans andlöghlýðnu skoðun.
Benedikta E, 21.8.2010 kl. 20:43
Miðað við almenna lestrarkunnáttu á Íslandi er með ólíkindum hve illa læsir menn eru. Benedikta E, þú ættir að lesa greinina sem Sr. Geir skrifar í morgunblaðið og átta þig á um hvað hann er að fjalla. Greinin fjallar um þagnarskyldu og skriftir og hvaða afleiðingar það hefur ef trúnaður er brotinn, en í fyrstu málsgrein kemur hann að lykilatriði atriði varðandi skriftir.
Hann er að tala um ástæðu þess að einstaklingur leitar til prest með mál sem "leggjast afar þungt á gerandann sjálfan". Taktu eftir "leggjast þungt á gerandann". Gerandinn er þá að leita eftir aðstoð frá prestinum, leiðbeinandi aðstoð sem getur falið í sér að hann gefi sig fram sé um glæp að ræða. Hugtakið skriftir er dautt ef það merkir að trúnaðarmál séu opinberuð um leið og staðið er upp af skriftarstólnum.
Ólíkt mörgum prestum kirkjunnar þá er Sr Geir trúaður maður. Það er ekki bara eitthvað í nösunum á honum. Hann er í raun TRÚAÐUR. Honum er í mun að standa við sín trúarheit og því íhugar hann orð Biblíunnar áður en hann fer að gaspra um lög og dóma. Niðurstaða hans í þessu máli var að annað hvort ríkir trúnaður eða ekki. Hann kýs trúnað.
Ekki er það nú flóknara en það.
Ragnhildur Kolka, 21.8.2010 kl. 21:29
Sæl Ragnhildur - Fyrst vil ég taka hér fram að þó umræðan hér snúist um séra Geir Waage og það sem hann hefur sagt og skrifað í fjölmiðlum - þá er ekki rétt að öll umræðan beinist að honum og hans skoðunum - því Geir speglar aðeins skoðanir og stjórnarhætti yfirstjórnar kirkjunnar.
Og þar ekki síst biskupsins Karls Sigurbjörnssonar - þar talar þáttur hans í máli Ólafs Skúlasonar sínu máli - sem hann undirstrikaði svo rækilega í viðtali á Stöð 2 - og mörgum hefur orðið tíðrætt um - eðlilega - svo siðlaust sem það viðtal var.
Þó biskupinn Karl Sigurbjörnsson hafi svo stokkið fram í fjölmiðla - gegn Geir Waage má segja - og gefið þá yfirlýsingu að barnavernd sé í fyrirrúmi hjá kirkjunni í kynferðisbrota málum - þá er það ekki það sem Karl Sigurbjörnsson hefur talað fyrir með yfirhylmingu sinni yfir Ólafi Skúlasyni bæði lifandi og dauðum.
Þannig að Barnverndarlöggjöfina þarf að taka fyrir og fara í gegnum af þar til bærum aðilum við yfirstjórn kirkjunnar og þar er biskupinn að sjálfsögðu í fyrsta sætinu.
Þó Geir Waage hafi gengið fram með sínum kröftuga hætti - varðandi skrifta og þagnaskyldu málin og verði með þeim hætti í brennidepli í umræðunni - þá eru það fleiri prestar en hann sem hafa sömu skoðun og Geir - hefur þeirra lítillega verið getið með nöfnum í fjölmiðlum - en verða ekki tíndir upp með nafngreiningu hér.
Geir Waage er ávalt sterkur í sínum málflutningi - svo eftir er tekið og tekst þá jafnan vel upp - en í yfirstandandi máli álít ég hann vera á villigötum -
Í Bók bókanna - Efesus - Börn ljóssins: 5.kafla - 11. vers - Þar segir svo.....................
"Eigið engan hlut í verkum myrkursins, sem ekkert gott hlýst af , heldur flettið miklu fremur ofan af þeim".
Leiðsögn til framtíðar - kirkjunnar þjónum.
Benedikta E, 22.8.2010 kl. 13:10
Sæl aftur Rafnhildur - Svo ég svari aðeins athugasemdum þínum.
Ég hlustaði bæði á sr.Geir í hádegisfréttum á RÚV í gær og eins hef ég lesið greinina hans í Morgunblaðinu.
Viðtalið og greinin voru alveg samhljóma ............
1 ) Mér finnst hann leggja skriftamálin upp eins og kaþólikkar gera - þjóðkirkjan er ekki kaþólsk kirkja.
2 ) Við þurfum hvorki presta eða önnur millistykki til að tala við Jesú - hann gefur okkur alltaf áheyrn strax - bara ef við snúum okkur til hans.
Jesú lætur okkur ekki bíða eftir viðtali við sig í eitt ár - JÁ taktu eftir - í 1 ÁR - eins og Kirkjuráð Þjóðkirkjunnar bauð Guðrúnu Ebbu upp á - Ekki sérlega vingjarnlegt það - eða hvað ?
3 ) Þú bendir mér sérstaklega á í grein Geirs " leggjast þungt á gerandann " ég vil bæta framhaldi málsgreinarinnar við "sje hann venjuleg manneskja" ?
Þá spyr ég: Er einhvern tíman gengið út frá því að barnaníðingur sé venjuleg manneskja ? -
Það hef ég ekki rekist á í nokkurri fræðigrein að barnaníðingur sé greindur sem "venjuleg" manneskja.
Það þarf þverfagleg meðferðarteymi til að sinna slíkum einstaklingum - það er ekki á færi eins manns í leyni viðtölum - þó allur sé af góðum vilja gerður.
4 ) Ég efast ekki um að sr. Geir Waage er trúaður maður - og Biblíu fróður.
Biblían er engin venjuleg bók - Biblían er lifandi Orð Guðs - sem aldrei verður að fullu skiliðn.
Benedikta E, 22.8.2010 kl. 14:22
Benedikta E, ég er hrædd um að sr. Geir yrði hlessa að heyra að hann speglaði "skoðanir og stjórnarhætti yfirstjórnar kirkjunnar". Ef þú heldur það þá ert þú ekki að lesa skrif hans og orð rétt. Best gæti ég trúað að niðurstaða kirkjunar hvað varðar sr. Ólaf Skúlason hefðu verið betur komið í höndum sr. Geirs en hjá þeim bleyðum sem stýrt hafa því máli.
Það sem þú ert ekki að ná er að sr. Geir er fræðimaður sem skoðar orð Biblíunnar út frá trúarlegri hugmyndafræði. Hann er að tala um abstrakt fyrirbæri, hugtakið "þagnarskyldu", en ekki eistakt mál. Hann dregur sínar ályktanir út frá því. Hann segir hvergi að til hans hafi verið leitað með slík mál, enda væri það brot á þagnarskyldu. Það er hins vegar rétt hjá þér að lúthersk kirkja veitir ekki syndaaflausn. Það er ekki þar með sagt að einstaklingar leiti ekki til kirkjunnar með ýmis mál sem þá plaga. Hvort barnaníðingar standi í röðum á kirkjutröppunum til að játa syndir sína við prest sinn hef ég ekki hugmynd um og tek því ekki þátt í umræðu um hvort barnaníðingar séu "venjulegar manneskjur" eða ekki. Við sjáum ekki nema toppinn af ísjakanum hvað það varðar svo við verðum að draga þá ályktun að ótrúlega margir níðingar komist í gegnum lífið eins og aðrar "venjulegar manneskjur".
Þessi umræða hefur hins vegar sýnt að það eru til prestar sem gaspra og dæma. Skyldu margir leita til þeirra með sorgir sínar?
Ragnhildur Kolka, 22.8.2010 kl. 16:40
Ragnhildur - Sjáðu nú til - þessi ofur þagnarskylda presta sem séra Geir boðar - gegn barnaverndarlöggjöfinni - fær samhljóm með pukurs og yfirhylmingar áráttu biskupsins Karls Sigurbjörnssonar og öðrum í hans yfirhylmingarliði í yfirstjórn kirkjunnar - sem teygir sig svo sem út fyrir raðir yfirstjórnarinnar - svona aftan í oss lið - En í því liggur speglunin.
Annars er ég alveg sammála þér í því að málefnum í Ólafs-málinu hefðu verið betur borgið í höndum séra Geirs Waage en þeirra sem vaðið hafa áfram í því - allt til dagsins í dag með yfirhylmingar yfir Ólafi bæði lifandi og dauðum.
Þeir eiga allir að víkja - snauta burt á einu bretti með sín gróflegu brot á bakinu í einni halarófu með höfuðpaurinn Karl Sigurbjörnsson með sér -
JÁ - JÁ - prestastéttin á líka sína trúða og yfirtrúðinn í Lauganesinu.
Benedikta E, 22.8.2010 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.