14.8.2010 | 18:43
Skoðana og málfarskúgun stjórnvalda: Nýjasta dæmið og nýyrðasmíð því samfara er - Ljúga að Alþingi - varð að - "afvegaleiða Alþingi" !
Eftir vel ígrundaðri og hátt yfir hafinni stjórnmálarýni Gunnars Helga Kristinssonar stjórnmálarýnis Samfylkingarinnar.
Nú eru flestar bloggsíður og fréttamiðlar sem tala um að Gylfi Magnússon hafi "afvegaleitt Alþingi "í staðin fyrir að Gylfi Magnússon hafi logið að Alþingi.
Það eru fleiri hugtök við skoðunum fólks - þingmanna og annarra - sem fá stjórnvöld til að ganga af göflunum í ræðustól Alþingis -
En það er hugtakið - landráð - það á bara alls ekki að tala um landráð á Alþingi né annarsstaðar þó svo að einhverjir þingmenn eða aðrir telji að landráð hafi verið framið - þá er þingmönnum ekki leyfilegt að nefna landráð - öðruvísi en að mega eiga von á stórfeldum ákúrum frá ráðherrum - einkum frá þeim sem landráðið er ætlað.
Þetta kemur heim og saman við gamalt sígilt spakmæli að "eigi skuli nefna snöru í hengds manns húsi" og einnig að "sannleikanum verði hver sárreiðastur"..............
En þessir tveir gjörningar sem að framan eru nefndir eru með öllu óleyfilegir og varða við lög.
En takið nú eftir að "afvegaleiða Alþingi"varðar ekki við lög samkvæmt ummælum Gunnars Helga stjórnmálarýnis Samfylkingarinnar - NEI - en það ætti bara að setja lög yfir það eins og er í nágranalöndunum - útlistar Gunnar Helgi.
Að ljúga og blekkja þjóð og þing er með öllu óheimilt og varðar við lög - eins er það með landráð það er með öllu óheimilt og varðar viðlög.
Kannski gæti Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálarýnir Samfylkingarinnar fundið upp nýyrði fyrir landráð - á sama hátt sem honum tókst svo vel til með "afvegarleiðingu" fyrir lygina.
Segir Gylfa hafa afvegaleitt þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.