Það var ekki hægt að misskilja hvaða lán hún átti við.
En spuna rokkurinn Gylfi var greinilega undir það búinn að blekkja Alþingi með svörum sínum varðandi lögmæti myntkörfulána.
Og úr ræðustól á Alþingi lét spunarokkurinn sem hann væri að svara fyrirspurn Ragnheiðar en hann þvældi fram og til baka - bara um erlend lán í staðin fyrir myntkörfulánin sem Ragnheiður spurði um.
Á sama hátt þvældi Gylfi um erlendu lánin í Kastljósinu í gær og hann gerði í þinginu 1. júlí 2009
Þetta er slík fádæma ósvífni ráðherra við Alþingi - ósvífni sem "ráðherrann" hefur enga möguleika á að spinna sig út úr - því engum dettur til hugar að trúa eða ætla ráðherranum þó meintur ráðherra sé - að hann viti ekki muninn á myntkörfulánum og erlendum lánum.
Ó - JÚ - meintur ráðherra vissi alveg hvað hann var að gera hann var að blekkja - þjóð og þing sem hann álítur og vonar að að séu bara tóm - FÍFL - ............. sem hann sjálfur er svo langt yfir hafinn.
Á Alþingisvefnum www. althingi.is er hægt að sjá og heyra fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og meint svar Gylfa Magnússonar 1. júlí 2009 - það er þess virði.
„Fyrirspurn mín var alveg skýr“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.