"Sjónlausir" ! skoðuðu náttúruna" - Af hverju ekki - Blindir skoðuðu náttúruna ?

Í fyrirsögn fyrir þessa frétt velur blaðamaðurinn að nota "sjónlausir" - þegar hann hefði getað notað blindir - það orð er notað af blindum  - t.d. Blindravinafélagið eða Blindrafélagið.

Ég man ekki eftir að hafa séð að blindir noti sjónlausir yfir sitt ástand.

Það er eins og blaðamanninn skorti mál tilfinningu og samfélags-næmi.

Sjónlaus er groddalegt orð - og tengist frekar neikvæðri merkingu. Blindur er mildilegra.


mbl.is Sjónlausir skoðuðu náttúruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Benedikta og mikið er ég sammála þér hérna, ég man reyndar ekki eftir því að hafa lesið eða heyrt nokkur staðar að talað hafi verið um sjónlausrafélagið... Við viljum að það sé komið fram við okkur af virðingu og spekt og þess vegna á að segja Blindrafélagið. Saman ber þá vil ég vera kölluð kona frekar en kerling, og við eigum að koma fram við allt og alla eins og við viljum að það sé komið fram við okkur... Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.7.2010 kl. 01:58

2 identicon

Vil gjarnan benda á að ég hef verið leiðsögumaður með nokkra hópa af blindum, en ekki athugað að gera frétt úr því. Ég bloggaði þó um þetta á sínum tíma:

http://guggabraga.blog.is/blog/guggabraga/entry/654666/

http://guggabraga.blog.is/blog/guggabraga/entry/632469/

http://guggabraga.blog.is/blog/guggabraga/entry/619072/

Guðbjörg Bragadóttir (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 09:28

3 Smámynd: Benedikta E

Sæl Ingibjörg - Takk fyrir þitt innlegg í umræðuna - sem skiptir mjög miklu máli - en sé ekki bara látin líða hjá - þar sem málið tengist ekki "banka-ráni.

Vonandi ná athugasemdir okkar að sjón - blaðamanna.

Orðaval skiptir máli - blaðamenn ættu þar að vera til fyrirmyndar.

Benedikta E, 15.7.2010 kl. 09:52

4 Smámynd: Benedikta E

Sæl Guðbjörg - Það er gott að heyra að þú hefur verið leiðsögumaður fyrir blinda en ekki "sjónlausa".

Takk fyrir innlitið.

Benedikta E, 15.7.2010 kl. 09:55

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Greinilega engin tilfinning fyrir tungumálinu. Svona fólk ætti að finna sér eitthvað annað að gera.

Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2010 kl. 13:50

6 Smámynd: Benedikta E

Ekki spurning Emil.

Benedikta E, 15.7.2010 kl. 20:26

7 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Já þetta stakk mig líka og á ekki að eiga sér stað á prenti.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 15.7.2010 kl. 23:00

8 Smámynd: Benedikta E

Inga - Já alveg ótrúleg vanhæfni blaðamanns - ætli þeir hafi ekki prófarkarlesara ?

Benedikta E, 15.7.2010 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband