Nefnd um erlendar fjárfesringar skilaði af sér áliti - þar sem meirihluta álit nefndarinnar - hafði verið pantað af forustu Samfylkingarinnar - vegna kaupa Magma Energy á HS Orku.

Þetta sagði fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í nefndinni Björk Sigurgeirsdóttir í viðtali við fréttastofu RÚV sjónvarp í kvöld fréttum.

Þá kom þar einnig fram að fulltrúi Magma Energy hafi staðfest að dótturfélag fyrirtækisins í Svíþjóð væri skúffufyrirtæki og það hafi verið stofnað í samráði við iðnaðarráðuneytið.

Björk sagði að um einkennilega meðfer á lögum um erlenda fjárfestingu sé að ræða.

Hún sagði einnig að formaður nefndarinnar og fulltrúi Samfylkingarinnar hafi bannað nefndarmönnum að tjá sig um störf nefndarinnar opinberlega.

Jafnframt sagði Björk að nefndin hafi vitað lengi að um sýndargjörning var að ræða.

Nefndin um erlendar fjárfestingar  klofnaði í afstöðu sinn til kaupa kanadiska fyrirtækisins Magma Energy á HS Orku í gegnum dótturfélag í Svíþjóð.

Meirihlutinn taldi kaupin ekki brjóta í bága við lög.

Fulltrúar Vinstri grænna og Hreyfingarinnar - töldu að kaupin væru ólögleg og vísuðu þar í tvö lögfræðiálit máli sínu til stuðnings.

Björk Sigurgeirsdóttir fulltrúi Hreyfingarinnar segir álit meirihlutans hafi verið pantað af forustu Samfylkingarinnar.

Fréttina er hægt að nálgast á ruv.is 


mbl.is Ræddu „hvernig lögin virkuðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Allur þessi hasar út af þessari nefnd, er í raun "hlægilegur".  Þessi nefnd er ekki ætlað annað hlutverk, en að skera úr um lögmæti fjárfestingar, sem þessarar, að fengnu áliti löglærðra manna.  Nefndin tekur engar bindandi ákvarðanir, varðandi fjárfestinguna sjálfa.

 Þessi nefnd er skipuð fimm fulltrúum, einum frá hverjum flokki sem situr á þingi.  Nefnd sem er þannig skipuð, hefur því sjaldnast meirihluta stjórnarflokkanna, enda langalgengast að ríkisstjórnir hér séu tveggja flokka. 

 Væri nefndinni ætlað það hlutverk að taka ákvarðanir, varðandi erlendar fjárfestingar, þá væri þetta sjö manna nefnd, hið minnsta og fjöldi fulltrúa flokkanna, þá í hlutfalli við þingstyrk þeirra.  Þá hefði t.d  Samfylking 2-3 fulltrúa,Sjálfstfl. 2, Vg 1-2, hefðu tvo ef Sf. hefði 2, annars einn og svo Framsókn einn. Hreyfingin myndi hins vegar einungis hafa aheyrnarfulltrúa.

 Það er á endanum efnahags og viðskiptaráðherra, sem tekur ákvörðun um að hleypa fjárfestingunni í gegn. Það vita Vinstri grænir, jafnvel og allir aðrir.

 Það á því alveg rétt á sér að velta upp, afhverju þetta upphlaup Vg og annarra í garð þessarar nefndar, fer alltaf í gang, um leið og hún hefur lokið störfum.

 Skildi það vera "leikrit" sem sett er upp til þess að draga athyglina frá þeim, sem ákvörðunnarvaldið hefur?  Sérhannað leikrit, til þess að fá klapp á bakið frá grasrótinni á meðan efnahags og viðskiptaráðherra, hleypir þessum fjáffestingum í gegn?

 Væri raunverulegur vilji til þess að stoppa þetta, þá ætti "fókusinn" að vera á þeim sem ákvörðunina tekur, en ekki á þeim er í ráðgjafahlutverki fyrir þann sem tekur að lokum ákvörðun.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.7.2010 kl. 01:20

2 Smámynd: Benedikta E

En það er mjög afhjúpandi fyrir vinnubrögðin - að fá þessar upplýsingar um vinnubrögðin í nefndinni - því það staðfestir það sem við og fleiri erum sinnt og heilagt að tjá okkur um - vanhæf og ólýðræðisleg vinnubrögð Jóhönnu og Steingríms - já og hreint og bein landráð í mörgum málum ESB - Æsseif.......Hæstaréttardóminn - allt er á sömu bókina undan rifjum Jóhönnu og Steingríms runnið.........svik - laumuspil - prettir - lygar.................

Magma málið gæti meira að segja nokkuð líklega velt óstjórn Jóhönnu og Steingríms út úr stjórnaráðinu - VONA - það verði.

Benedikta E, 12.7.2010 kl. 01:47

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já þessi frétt var vissulega afhjúpandi um það, hvernig þetta virkar hjá skjaldborginni.  En í öllum þessum farsa, talar enginn um hvar endanleg ákvörðun liggur.  Nefndin hefði þess vegna geta úrskurðað kaupin ólögleg, en ráðherra þess vegna getað hleypt þeim í gegn.............. bara náð í enn eitt lögfræðiálitið.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.7.2010 kl. 01:54

4 Smámynd: Benedikta E

Kristinn sjáðu til - þetta heitir að "þétta raðirnar" -   Allt er í rjúkandi rúst hjá landráða- óstjórn Jóhönnu og Steingríms  - og hvar halda þau sig - jú - sögð vera í sumarfríi .............eftir öðru  -

Það bíður þeirra glaðningur...............Magma-málið er ekki mál sem sett verður í skjaldborgar skjóðu og rennt fyrir .......

Benedikta E, 12.7.2010 kl. 10:07

5 Smámynd: Benedikta E

Kristinn - veistu hverjir eiga sæti í nefndinni um Erlendar fjárfestingar og hvenær hún var stofnuð og af hverjum ?

Benedikta E, 12.7.2010 kl. 10:12

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég man ekki hverjir eru í þessari nefnd. Þessi nefnd var sett á laggirnar samkvæmt lögum 34/1991. Lögunum var svo breytt árið 1998 og ákvæðið um lokaákvörðunnartöku efnahags og viðskiptaráðherra styrkt enn frekar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.7.2010 kl. 10:36

7 Smámynd: Benedikta E

Takk Kristinn - Þannig að þetta ætti að geta verið gagnleg nefnd - ef vald hennar væri ekki misnotað.

Benedikta E, 12.7.2010 kl. 11:45

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Vald nefndarinnar er frekar takmarkað. Henni er í raun ætlað það eitt að taka saman lögfræðiálit, funda um þau og skila niðurstöðu.  Úrskurður nefndarinnar er bara "ráðgefandi". 

 Er reyndar á meðan ég skrifa þessi orð, að hlusta á formann nefndarinnar tala um það í fréttum RÚV, að hún hafi oftar en einu sinni, bent stjórnvöldum á að lögin væru löngu úrelt og þeim þurfi að breyta, við litlar undirtektir stjórnvalda.  

 Enda falla þessi úreltu lög, eins og flis við rass, við auðmannadekur Samfylkingar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.7.2010 kl. 12:32

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Spilling, og meiri spilling

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.7.2010 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband