Kirkjukórinn.

Petra fór í kirkju á hverjum sunnudegi - með mömmu sinni.

Mamma Petru söng í kirkjukórnum - Hún söng mjög hátt og vel - hún leiddi kórinn eins og það var kallað.

Það var mikill vandi - allir urðu að syngja rétt og vel - allir nema presturinn - hann var alltaf falskur.

Þegar hann tónaði þá varð mamma hennar Petru rauð dílótt á hálsinum og stundum alveg niður á bringu.

Petra hlustaði ekki mikið á prestinn - afi hennar sagði að presturinn  væri pokaprestur og raunar allir prestar sem hann þekkti - væru það líka.

Afi Petru fór aldrei í kirkju - en hann las í Biblíunni heima hjá sér - á hverjum degi.

Hann var samt ekki í neinum söfnuði - bara í sínum eigin söfnuði.

Hann sagði að Biblían væri merk bók og það ætti að fara eftir því sem í henni stæði.

Hann sagði Petru að ef hún hjálpaði einhverjum - einhvern tíman - þá ætti hún ekki að segja nokkrum lifandi manni frá því.

Það væri bara á milli hennar og Guðs.- Það gleddi Guð sem vissi allt.

Afi Petru sagði líka að Guð elskaði öll börnin sín - Hann kallaði þau Guðs börn.

Það stæði allt um þetta í Biblíunni.

Þegar presturinn las í Biblíunni sinni í kirkjunni - þá skildi Petra ekki neitt. - Ekki neitt !

En þegar afi hennar las í Biblíunni sinni - þá skildi hún alveg.

Það var eins og Biblían hans afa væri lifandi.

Þeir höfðu ekki eins Biblíur afi Petru og presturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband