Samfylkingin hlaut afhroð á landsvísu í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag 29.maí - Þar ber landsstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra mikla ábyrgð !

35 % fylgishrun Samfylkingarinnar - með 6 föllnum sveitarstjórnar fulltrúum í 4 stærstu sveitarfélögum landsins - Reykjavík - Kópavogi - Hafnarfirði og Akureyri segja allt um það að slíkt afhroð á landsvísu ber ekki oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Dagur B. Eggertsson einn ábyrgð á - þó svo hann sé varaformaður Jóhönnu Sigurðardóttur formanns Samfylkingarinnar og forsætisráðherra landsstjórnarinnar............!

Karl Th. Birgisson ritstjóri Herðubreiðar - reynir að slá skjaldborg sinni yfir Jóhönnu og landsstjórn hennar með því að lýsa því sem  skoðun sinni að Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík eigi að víkja.

En augljóst er öllum að Jóhönnu Sigurðardóttur er ekki sætt lengur sem forsætisráðherra eftir það afhroð sem Samfylkingin hlaut í sveitarstjórnarkosningunum - trúlega er það einnig skoðun Karls Th. innst í hans hugskoti og reynir því af veikum mætti að slá sinni skjaldborg upp yfir formann Samfylkingarinnar Jóhönnu Sigurðardóttur.


mbl.is Karl Th. vill að Dagur víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er Karl Th.? Hver kaus Karl til áhrifa í SF? Er þetta ekki einhver karl úti í bæ? Þessi spuni þessa karls ber mikinn keim af því gamla Íslandi sem við erum að reyna að þo af okkur; Flokkseigendur sem plotta og stýra umræðu bak við tjöldin...Er karl þessi að reyna að eyðileggja borgarstjórnarmyndun SF og Besta?

Villi (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 15:27

2 Smámynd: Benedikta E

Karl Th. Var framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar - hann er greinilega að leggja sig fram um að hafa áhrif...............!

Benedikta E, 31.5.2010 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband