Steinunn Valdís Óskarsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir - loksins - af sér vegna 12.8 milljóna króna styrkja hneykslis! - En þráaðist við of lengi ! - Gæti orðið öðrum til lærdóms.

Hver er næstur ? Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna - hefur verið Reykjavíkurborg dýr og illa sinnt vinnuskyldu borgarfulltrúans  - sjáið umfjöllun mbl.is 5.11.2009 "Dræm mæting hjá Degi" -

Fleira er víst af sama toga hjá Degi víðar í borgarkerfinu þar sem hann hefur haft ftúnaðar störfum að sinna sem borgarfulltrúi - til dæmis í borgarráði - þar var mæting hans víst 40% 2009......................!

 Að ógleymdum milljóna styrkjum sem Dagur þáði í einu prófkjöri til borgarstjórnakosninga 2006 - sagðar vera upp á 7.8 milljónir.

Svo eru það hrun ráðherrarnir Jóhanna Sigurðardóttir - Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller - öll eru þau ráðherrar á vegum Samfylkingarinnar - allir sem einn - segi af sér ....................!

Það yrði nokkur út hreinsun við það og hagræðing fyrir ríkiskassann - hjálpaði til við fjárlagagatið..................................!


mbl.is Steinunn Valdís segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er gott mál en ekki gleyma Guðlaugi Þór, Illuga, Gísla Martein ofl. Það eru styrkþegar i fleiri flokkum en Samfylkingunni

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 22:41

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er krafa okkar að fleiri komi á eftir og segi af sér, en mikið afskaplega eru þetta þung skref fyrir marga að taka að víkja til hliðar og þeir spilltu vísa alltaf á aðra flokka og spillingu þeirra sem er út í hött og eingin afsökun við erum búin að fá nóg af þessari sápuóperu inni á alþingi og stjórnkerfi landsins þar með taldir bankarnir sem hafa ekki sýnt neina iðrun!

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 22:50

3 Smámynd: Benedikta E

Sigurður S. - Að sjálfsögðu gildir það sama fyrir alla þingmenn sama hvar í flokki þeir eru.

Hvað varðar Illuga þá er hann ekki með neina ofurstyrki sem talað hefur verið um - en hann tók leyfi frá störfum á Alþingi  af öðrum ástæðum.

Benedikta E, 28.5.2010 kl. 00:12

4 Smámynd: Benedikta E

Sigurður H. - Það er verið að þrjóskast við og telja sér trú um að allt sukkið - spillingin og siðleysið gleymist en þannig er það bara ekki - því lengur sem þráast er við að axla ábyrgð því verra fyrir viðkomandi og minni líkur á því að þeir eigi afturkvæmt inn í stjórnmálin síðar.

Benedikta E, 28.5.2010 kl. 00:17

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég verð víst að taka það á mig að vera "leiðinlegi kallinn" í þessari umræðu.

 Mér finnst í ljósi þess gerst hefur á Alþingi og við stjórn landsins undanfarið ár eða svo, að þessi mál um styrki sem safnað var með löglegum hætti fyrir nærri fjórum árum eru í raun "hnetur" (peanuts).

 Allar upplýsingar um þessa styrki lágu fyrir, vorið 2009.  Á sama tíma, lá í rauninni fyrir, hvaða aðilar höfðu sig hvað mest frammi í bankahruninu, skýrslan var eingöngu, staðfesting þess, sem vissu nú þegar. Það eina sem að kann að hafa komið á óvart, er kannski umfang þessara glæpa.  Það er því í rauninni rannsólknarefni, afhverju umræðan um þessa styrki setti allt á annan endann, eftir útkomu skýrslunnar, á meðan fólk lét sig hafa það að eiga viðskipti við marga þeirra sem hruninu ollu og í rauninni sætt sig við þá staðreynd að þessir menn, reka enn sín fyrirtæki í skjóli bankana.

 Á aðeins einu ári hefur ríkisstjórn "gegnsæis og allt upp á borðinu", reynt að leyna þingi og þjóð, samningi, sem að með kostað hefði ríkisábyrgð upp á að minnsta kosti 1000 milljarða.  Éins hefur þessi ríkisstjórn haldið því fram að, þær breytingar sem að gerðar voru á áðurnefndum, samningi væru innan þeirra marka, sem viðsemjendur okkar sættu sig við. (Ætla má að, ef að stjórnvöld hefðu verið að segja satt þarna, þá hefðu þau verið búin að tala við viðsemjendur okkar og fá þau svör að þetta væri "innan marka).  Sömu stjórnvöld leggja svotil sama samning fyrir þingið sex vikum síðar. Stjórnvöld berja þann samning í gegn með illu, en forsetinn setur samninginn í hendur þjóðarinnar.(þjóðaratkvæðagreiðslan).

 Sömu stjórnvöld, gefa í skyn að valið sé á milli samnigsins og ríkisstjórnarinnar.  Stjórnvöld setjast niður ( að kröfu viðsemjenda okkar) með stjórnarandstöðunni og sjóða saman samningsmarkmið, sem viðsemjendur okkar hafna og koma með tilboð sem var eins og sá samningur sem þjóðin átti að kjósa um, nema með vaxtaafslætti.  Af þeim sökum sögðu stjórnvöld þjóðaratkvæðagreiðsluna marklausan skrípaleik, því að "betra tilboð" lá á borðinu. Tilboð sem að samninganefnd okkar gat þó ekki samþykkt. Þessi sömu stjórnvöld sögðu einnig að það úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar skiptu engu, útaf þessu "betra tilboði", í þeim tilgangi einum draga úr þeim skelli sem þau fengu síðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni.  

 Þessi sömu stjórnvöld, þrátt fyrir að þjóðin hafi kosið frá þeim samningsumboðið, heldur áfram að reyna að koma samningaferlinu af stað.........................

 Í þessari ríkisstjórn er utanríkisráðherra, sem þráast við að veita Alþingi og þar með þjóðinni upplýsingar, um þann kostnað sem nú þegar hefur verið utlagður vegna "bjölluatsins í Brussel" eða birt einhverja nákvæma kostnaðar áætlun fyrir "bjölluatið".

 Í þessari ríkisstjórn sitja tveir ráðherrar, sem uppvísir voru að lygum í þessum mánuði. Jóhanna vegna launamála Seðlabankastjóra og Steingrímur J. vegna málefna Magma.

 Í þessari upptalningu, nefni ég ekki aðgerðaleysi í atvinnumálum eða málefnum lántakenda eða þá "dularfull" leyndarhyggju vinnubrögð við einkavæðingu bankana, einkavinavæðingu, varðandi gagnaverið í Reykjanesbæ, fyrr en núna.

 En mér finnst eiginlega þessi atburðarás, sem ég hleyp yfir hér að ofan, vera mun glæpsamlegri, en lögleg söfnun styrkja fyrir tæpum fjórum árum.

 Er það því ekki soldið skrýtið að þjóðin láti teyma sig áfram í heiftarlegum afsagnarkröfum, gagnvart þessum styrkþegum, í skugga þeirra atburða sem hafa orðið við stjórn landsins, undanfarið ár?  Ég bara spyr.

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.5.2010 kl. 00:18

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kristinn Karl ÞAKKIR TIL ÞÍN - allir styrkirnir löglegir en múgæsing og gerræðis málflutningur m.a. Baugsmiðla sem voru að reyna að breiða yfir umræðu um Jón Ásgeir.

Þessar styrkjaofsóknir minna á galdrabrennur hér á öldum áður - þeir sem þær stunduðu voru ekki merkilegir pappírar.

Það eru núverandi ofsækjarar ekki heldur.

Ég er óhress með það að Steinunn skyldi segja af sér en virði hennar ákvörðun - hún á líka fjölskyldu að verja fyrir ofbeldislýð.

Vonandi linnir afsögnum vegna styrkjamála - það er nóg komið - þetta fólk braut ekkert af sér - EKKI NEITT  hvar í flokki sem það stendur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.5.2010 kl. 00:41

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég tel mér reyndar það bæði ljúft og skylt að benda því fólki, sem les þetta blogg og fær hugsanlega ofurtrú á "heiðarleika" Samfylkingar og hugsar jafnvel að splæsa atkvæði sínu á flokkinn af því tilefni að benda á eina staðreynd.

 Það má alveg færa fyrir sterk rök, að þessi afsögn Steinunnar núna, sé fyrst og fremst sprottin af kröfu Hjálmars Sveinssonar og fleiri frambjóðanda Samfylkingar í Reykjavík.  Hjálmar birtir þeim kröfum til stuðnings, styrki Steinunnar og Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar, frá árinu 2006.  Þessar tölur Hjálmars halda þó varla vatni, því samanburður Hjálmars er "kolskakkur".  Dagur tók bara þátt í einu prófkjöri árið 2006, en Steinunn tveimur.

 Séu styrkir þeirra tveggja skoðaðir í því prófkjöri sem þau tóku bæði þátt í, þá fékk Steinunn 2,5 milljónir meira í styrki, en Dagur.

   Sé hins vegar heildarstyrkjum Steinunnar deilt niður á þessi tvö prófkjör, þá verður útkoman þessi:

Steinunn: 12,75 milljónir / 2 = 6,375 milljónir pr prófkjör
Dagur B Eggertsson: 5,6 / 1 = 5,6 milljónir pr prófkjör

 Þá munar varla það miklu að ætla megi að Steinunn, fremur en Dagur, rjúfi einhvern "siðferðislegan múr".

 Krefjast þá ekki Hjálmar og félagar ( aðrir en Dagur) þess að Dagur segi einnig af sér, eða var þessi "afsagnarkrafa" á Steinunni, bara "ódrengileg" aðferð til atkvæðakaupa?

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.5.2010 kl. 00:55

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kristinn þetta veit ég um og hef ítrekað reynt að koma til skila bæði við alþingi inná alþingi og á blogginu hafðu þökk fyrir að koma með þetta á prenti líka! Við krefjumst afsagnar fjórflokksins og um leið uppstokkun í stjórnkerfi voru með útrýmingu spillingar og einkavinavæðingar að leiðarljósi!

Sigurður Haraldsson, 28.5.2010 kl. 01:13

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sigurður - AFSÖGN FJÓRFLOKKSINS  - farðu að hætta þessu - þetta er orðið þreytt.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.5.2010 kl. 08:09

10 Smámynd: Benedikta E

Kristinn - og Ólafur -  Takk fyrir ykkar innlegg í umræðuna.

En eitt er það sem gerir umræðuna nokkuð misvísandi í styrkjaumræðunni og það er þessi teprulega orðanotkun á "MÚTUR" - sem kallaðir eru styrkir og hefur eitthvað með hið sí gilda  spakmæli að gera " ekki skal nefna snöru í hengsmanns húsi"

Þessar svo kölluðu styrkjagreiðslur upp á fleiri milljónir til stjórnmálamanna frá auðmönnum og stórfyrirtækjum eru ekkert annað en - MÚTU-greiðslur- og slóðirnar eru rekjanlegar -

Mútu-þegarnir eiga gulls að gjalda og mútu greiðendurnir sækja það með kröfur um fyrir greiðslur og skjaldborgir.

Lítum á lóða og húsasölur í miðborg Reykjavíkur á borgarstjóra tíma Steinunnar Valdísar til Björgólfs feðganna og annarra þeim tengdum - Liggur fyrir á vef borgarinnar .............!

Lítum á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar - í náhirð hennar er að finna - 1 ráðgjafa forsætisráðherra - 4 aðstoðarmenn ráðherra - 1 skrifstofustjóra ráðherra - fulltrúa ríkisstjórnar Jóhönnu hjá AGS - allir úr hrunaliði gamla Landsbankans - fyrrverandi stjórnendur í greiningardeild  bankans.

Lítum nánar á eftirfarandi.

" Aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra er Yngvi Örn Kristinsson - hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Gamla-Landsbankans.

Einnig er Yngvi Örn Kristinsson - RÁÐGJAFI - forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur.

Aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar efnahags og viðskiptaráðherra er Benedikt Stefánsson - hann var í Greiningadeild  Gamla-Landsbankans.

Skrifstofustjóri í ráðuneyti Gylfa Magnússonar er Björn Rúnar - hann var gorstöðumaður í Greiningadeild Gamla-Landsbankans.

Aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra er Arnar Guðmundsson - hann var í Greiningardeila Gamla-Landsbankans.

Fulltrúi Íslands í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á vegum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur  er Edda Rós Karlsdóttir - hún var forstöðumaður Greiningadeildar Gamla-Landsbankans"

Þannig er nú það - Samfylkingin virðist hafa verið með tærnar vel innan dyra í Gamla-Landsbankanum - ef ekki bara með hælana líka.

Lítum aðeins á  "styrkþega" Samfylkingarinnar frá  Gamla-Landsbankanum. 

"Steinunn Valdís Óskarsdóttir - Kristján Möller - Össur Skarphéðinsson - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Björgvin G. Sigurðsson - Guðbjartur Hannesson - Kristrún Heimisdóttir - Dagur B. Eggertsson - Stefán Jón Hafstein - Helgi Hjörvar - Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir - Árni Páll Árnason - Jóhanna Sigurðardóttir - Katrín Júlíusdóttir - Valgerður Bjarnadóttir ."

Ætli ég setji ekki PUNKTUM í bili.

Benedikta E, 28.5.2010 kl. 12:35

11 identicon

Hvað þarf til að fólk eins og Ólafur opni augun og sjái brotalömina sem Íslensk stjórnmál hafa snúist um, þrifist á ?

Hvenær er greiðsla mútur og hvenær er greiðsla styrkur?

Opnaðu augun og beittu meðfæddu hyggjuviti til að vega og meta þau gögn sem þú býrð yfir.

Ef aðili byði þér 1,2,3..n  milljónir í styrk, mundir þú upplifa "vissa" vináttu við viðkomandi styrkveitanda, vináttu sem gæti verið endurgoldin með t.d hvar verk í útboði gæti lent ?

Ég veit það fyrir víst að svona styrkveitingar myndu hafa áhrif á mín verk !! Ég er aðeins mannlegur, líkt og stjórnmálamennirnir sem fjallað er um þessa daganna.

Ég hreint og beint trúi því ekki að landar mínir geti verið svo bláeygðir að þeir upplifi þessa gjörninga sem eðlilegt  og óflekkað ferli.

Sérstaklega í umhverfi eins og almenningur á Íslandi upplifir þessa daganna, allt í RÚST, en engum er um að kenna  !!

OPNA AUGUN FÓLK !!!

P.S

Hvaða OFBELDISLIÐI var Steinunn að verjast ?? Vonandi fæ ég skýr svör við því.

runar (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 15:51

12 Smámynd: Benedikta E

runar - "Ofbeldisliðið " - Það er gamla sagan hjá Samfylkingunni sama hvort það er Steinunn Valdís eða Jóhanna allar þeirra syndir eru öðrum að kenna -

Ef Samfylkingarfólkið kemst í þá stöðu að það getur ekki logið sig frá svaðinu - þá er það - ÖÐRUM- að kenna...

Þess vegna er Samfylkingin í frjálsu falli í Reykjavík fyrir borgarstjórnar kosningarnar - það hrynur af henni fylgið á milli skoðanakannana -

Í skoðanakönnun frá í gær - þá lafir Samfylkingin inni með tvo menn - gæti orðið einn eða enginn .............!

Benedikta E, 28.5.2010 kl. 17:14

13 identicon

I have a dream, eins og eitt mikilmennið sagði, sem er að Samfylkingin verði vegin og léttvæg fundin !!

Þessi flokkur slær út ömmuna í rauðhettu í undirferli, hræsni og leynd yfir sínu sanna eðli !!

runar (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 17:25

14 Smámynd: Benedikta E

runar - Flott samlíking hjá þér - við úlfinn sem þóttist vera amma Rauðhettu - þannig - ER - Samfylkingin - ég hef þá trú að uppfylling draums þíns sé í vændum.......................við vonum það besta runar.

Benedikta E, 28.5.2010 kl. 17:56

15 identicon

Hvers vegna er ekkert minnst á Sjálfstæðisflokkinn hérna og styrkveitingar til hans?  Hvers vegna er blogghöfundur endalaust að beina spjótum sínum BARA að styrk-veitingum til Samfylkingarinnar, þó það sé bara gott mál að skoða það? Steinunn Valdís var að segja af sér vegna  styrkjamáls hennar og líklega  það eina sem hún gat gert í stöðunni, en hvernig væri að tala um fleiri en bara hana? Hvers vegna eru bara skoðaðir "styrkþega" Samfylkingarinnar frá  Gamla-Landsbankanum?  Hvar eru sjálfstæðismennirnir?  Auglýsi eftir þeim! Fengu ekki fjölmargir ef ekki flestir þingmenn styrki frá bönkunum og öðrum fyrirtækjum? 

Blogghöfundi er greinilega mjög illa við xS en ekki xD...

Skúli (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 01:56

16 identicon

Það má benda á það að fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 fékk Gísli Marteinn Baldursson hærri styrki en Steinunn V. og fyrir þingkosningarnar 2007 voru Guðlaugur Þór, Illugi Gunnarsson, Helgi Hjörvar og Ragnheiður E. Árnadóttir öll með hærri styrki en Steinunn.  Það kemur í ljós að bæði Guðlaugur og Illugi, sem hefur sagt af sér, fengu hærri styrki fyrir einar kosningar en Steinunn fyrir tvennar! Þú verður aðeins að skoða málin aðeins áður en þú skrifar svona, Benedikta, og gæta jafnræðis en ekki benda bara á misgjörðir þeirra sem þú ert á móti pólitískt séð.  En svona háir styrkir eru samt ekki réttlætanlegir að mínu mati.

Skúli (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 15:19

17 Smámynd: Benedikta E

Skúli - Umræðan hér á síðunni byggir á frétt á mbl. - "Steinunn Valdís segir af sér".

Þar af leiðir að fjallað er um hana og hennar flokk Samfylkinguna.

Finnst þér að Samfylkingin hafi staðið sig mjög vel í ríkisstjórnarstarfinu - svo að hún sé yfir alla gagnrýni hafin ?

Mér finnst það alls ekki - mér finnst ríkistjórn Jóhönnu algjörlega vanhæf og hún á að segja af sér - STRAX - !

 Ríkisstjórn Jóhönnu er skaðvaldur fyrir land og þjóð.

Benedikta E, 30.5.2010 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband