13.5.2010 | 13:45
Nú fyrst í mars sl.voru lög samþykkt á Alþingi - sem heimila kyrrsetningu eigna þeirra sem sæta rannsókn vegna gruns um skattalagabrot ! Hugsa sér - !
Hvað eru alþingismenn að hugsa - eins og mikið hefur verið talað um þörf á kyrrsetningu eigna allt frá byrjun hruns.
Og það eru ekki einu sinni til lög sem heimila það og þingmenn gera ekki neitt í málunum.
Það er fyrst nú í mars sl. sem slík lög eru samþykkt í þinginu - einu og hálfu ári eftir hrun - því líkur sofanda háttur !
Alþingismenn verða nú að sýna það í verkum sínum að þeir viti hvað er að gerast í því þjóðfélagi sem þeir eru fulltrúar fyrir á Alþingi Íslendinga.
Eða eru svona vinnubrögð "skjaldborg"fyrir einhverja útvalda - kannski styrkja-greiðendur - hvað á að halda.
Alþingismenn ættu að gefa orðum kjósenda sinna meira vægi í verkum sínum og eins grasrótar-röddum flokkana - þá væru verk þeirra skil virkari á Alþingi.
Að öðrum kosti er ekki annað í kortunum fyrir íslenska þjóð en að mynduð verði - UTAN ÞING STJÓRN - með starfslýsinguna að þjóðarheill og þjóðarhag................!
Lög um kyrrsetningu koma að góðum notum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ÞAÐ HEFUR ALDREI VERIÐ AÐ ÞEIR VISSU EKKI HVAÐ ÆTTI AÐ GJÖRA, ÞAU VILDU VEITA ÞJÓFUNUM SÉNS Á AÐ KOMA FÉ OG EIGNUM UNDAN ÞAÐ SÉST BEST Á ÞVÍ AÐ ENN VILJA ÞETTA PAKK SEMJA VIÐ BRESK OG HOLLENSK STJÓRNVÖLD ÞAÐ ER EINA SEM ÞAU SJÁ ER VÖLD OG FÉ Á KOSTNAÐ ÞEIRRA SEM MINNST MEGA SÍN.
Jón Sveinsson, 13.5.2010 kl. 15:14
Jón - þetta er rétt sem þú segir......!
Nú er hjól réttvísinnar byrjað að snúast hjá sérstökum saksóknara - hvenær kemur að framkvæmdavaldinu - því landráðaliði ?
Benedikta E, 13.5.2010 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.