70% Reykvíkinga treysta störfum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra - samkvæmt nýrri könnun MMR.

Undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur hefur skapast stöðug leiki og festa í borgarmála starfinu - meðal annars með 3.2 milljarða hagvexti á borgarsjóði á árinu 2009 -

Þetta kunna íbúar Reykjavíkur borgar að meta og taka því ekki þátt í óábyrgri  tilraunastarfsemi í kjörklefanum 29.maí

Færum stöðugleikann til framtíðar með Hönnu Birnu sem borgarstjóra Reykjavíkur - XD á kjördag.


mbl.is Meirihlutinn ánægður með Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Björnsson

30 % óánægðir með Hönnu Birnu ! Mun fleiri munu bætast í hópinn þegar baktjaldamakk upplýsist og skuldavíxlarnir falla.

Árni Þór Björnsson, 15.5.2010 kl. 21:00

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er undarlegt hve fólk er tvískipt.

70% eru ánægð með störf Hönnu Birnu - eðlilega - samt sem áður er fylgi flokksins fjarri þessum tölum - það er eins og fólk ætli að kjósa Sjálfstæðisflokknun samstarfsflokk í stað þess að beina atkvæði sínu að því að halda Hönnu Birnu sem borgarstjóra.

Eina leiðin til þess að hún sitji áfram sem borgarstjóri er að Sjálfstæðisflokkurinn fá góða útkomu úr kosningunum -

Að öðrum kosti sitjum við uppi með ríkisstjórnarflokkana í meirihluta. OG DAG B EGGERTSSON VARAFORMANN SAMFYLKINGARINNAR SEM BORGARSTJÓRA.

Er ekki nóg að búa við núverandi ríkisstjórn og eldgos -??

Það er með stuðningsmenn ríkisstjórnarflokknna eins og Árna Þórs hér að ofan - ef það hentar - t.d. í þjóðaratkvæðagreiðslu - þá er 30% fylgi við þeirra málstað meirihluti.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.5.2010 kl. 10:16

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ATH - nafn Árna Þórs átti ekki að fylgja með.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.5.2010 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband