18.1.2010 | 00:05
Hafðu með þér túlk Steingrímur - úr því þú ræður ekki við "útlenskuna" ! Ertu í vondum málum Steingrímur - grímulaus!
Annars virðist það sem eftir þér er haft í sænska dagblaðinu - vera nákvæmlega það sama og þú hefur látið út úr þér hér - við fjölmiðla. - "Æsseif-málið væri of flókið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu" Nefnilega..................!
En þú færð kannski óvægnari viðbrögð í erlendu pressunni fyrir svona sneypu tal um þjóð þína- eða þú ert hörundssárari fyrir því - þar sem þú vilt vona að það sé litið á þig sem tiginborinn Steingrím - ef þú talar nógu mikið niður til þjóðar þinnar - þá er svo ekki ...............Það ert þú sjálfur sem sérð um orðspor þitt Steingrímur og verður þess valdandi "sjálfur"að útlendingar sár vorkenna íslensku þjóðinni - sá sem svíkur þjóð sína nýtur hvergi trausts né virðingar ..................................!
Enda stórfjölgar í liði valinkunnra útlendinga sem styðja og tala fyrir málstað Íslendinga - Þann stuðning mun íslenska þjóðin ætíð meta og þakka því góða fólki.
Um túlkun blaðamanns að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg sammála þér hérna...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.1.2010 kl. 00:55
Illu heilli eigum við rétt eins og aðrar þjóðir glæpona, og setjum lög til að refsa þeim,það er í höndum dómsvaldsins. Við Íslendingar megum þola ríkisstjórn við völd,sem leggur sig fram um að eyðileggja allar varnir í Æseif-málinu. Almenningur hefur á valdi sínu,í þjóðaratkvæðagreiðslu að veita henni ráðningu. Það er ekki flóknara.
Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2010 kl. 01:06
Takk fyrir það Ingibjörg.
Sameinuð stöndum vér !
Benedikta E, 18.1.2010 kl. 01:07
Man ekki betur en að sami Steingrímur J. hafi látið frá sér fara að Icesave væri of flókið mál að fara með í þjóðaratkvæðagreiðslu, og það á því ilhýra og með samtyngda fréttamenn.
Eftirfarandi má finna í Morgunblaðinu 1. júlí:
Morgunblaðið rifjar síðan upp að fjármálaráðherrann sem vill ekki leggja eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu taldi nauðsynlegt að efna til þjóðaratkvæðis um stóriðju á Austurlandi. Á Alþingi 4. mars 2003 sagði Steingrímur J. meðal annars:
Það er alltaf skemmtilegt að sjá hversu Steingrímur J. lætur spunatrúða stjórnarráðsins, almannatenglana (Liers for Hier) vinna eins og þræla við að reyna að hanna einhverja vitrænan þráð úr því sem hann lætur frá sér. Ofaná allt bullið í Jóhönnu. Og þetta er sami Steingrímur J. sem varði Icesave hroðann með því að Bjarni Benediktsson hafði sagt að vænlegast væri að leita fyrst samninga í deilunni, (að vísu gleymdi Bjarni að útskýra fyrir honum að ef að samningurinn yrði verri en gjörtapað mál fyrir rétti, þá tækju þokkalega skarpir til annarra aðgerða). Ársgömul afstaða Bjarna voru sterkustu rök Steingríms að hann, þingheimur og þjóðin yrði að samþykkja ólögin. Er nema von að ástandið í landinu er eins og það er, þegar aðrir eins snillingar þykjast standa vaktina.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 02:12
Réttilega á málum haldiðhjá þér Helga.
Ríkisstjórnin óttast þjóðaratkvæðagreiðsluna og það gera B & H líka.
En þjóðin gefur aldrei eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna - þó það þyrfti að kosta uppreisn.
Þjóðin er ekki nein gólfmotta fyrir þjóðsvika þingmenn.
NEI og aftur NEI við Æsseif fjárkúgun og valdníðslu.
Benedikta E, 18.1.2010 kl. 12:00
Takk fyrir góða færslu Guðmundur.
Sameinuð stöndum vér!
Benedikta E, 18.1.2010 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.