Aðkoma forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímsonar að Æsseif málinu hefur valdið algjörum straumhvörfum til betri vegar fyrir Ísland - í umr æðunni þar um og sérstaklega á erlendum vettvangi !

Þeir erlendu blaðamannafundir sem forsetinn hefur verið á hafa gert gífurlegt gagn fyrir þá upplýstu umræðu sem skortur var á og forsetinn hefur nú svo gagnsamlega komið til skila varðandi Æsseif málið - og málstað Íslendinga -  Þar geta engir bætt um betur.

Forsetanum hefur nú þegar tekist að breyta umræðunni - með gagnorðum málflutningi hefur hann snúið henni frá - svartnættis frostavetrar spunanum sem ríkisstjórnin hefur svo dyggilega markaðssett - innanlands sem utan.

Að umræðan er að taka breytta og uppbyggilega stefnu - þökk sé forseta vorum.


mbl.is Meiri skilningur í gær og dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Keep hoping.....but I don,t think it will go away...Sorry

Fair Play (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 23:33

2 identicon

Mér finnst merkilegast með þetta allt saman, hve mikinn stuðning Íslendingar hafa. Það sem meira er, þessi stuðningur er ekki að fá réttláta meðferð í að borga, heldur að Íslendingar eigi ekki að borga neitt. Þó ég sé þeirrar skoðunar að Ísland ætti að borga að einhverju leiti(þ.e. skipt sanngjarnlega á milli Íslendinga, Breta og Hollendinga) fyrir lélegt eftirlit þá finnst mér þetta mjög merkilegt, að jafnvel þó nánast öll stjórnvöld hóta nánast innrás á Ísland þá er stór % almennings sem stendur með Íslandi.

Eru öll stjórnvöld vestræns heims í jafn lélegu sambandi við þjóð sína og sú íslenska? eEru það kannski bresku stjórnvöldin einungis en þau beita sér svo rosalega hart við að fá þessi viðbrögð frá öðrum stjórnvöldum að hin fylgja eftir?

Gunnar (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 05:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband