7.1.2010 | 12:22
Hvað er vanhæf og umboðslaus "ríkisstjórn" að gera með almannatengsl í Æsseif málinu - NÚNA - þegar búið er að vísa því máli til þjóðarinnar?
Almannatengslin eru best komin á borði forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar - hann sýndi það og sannaði á BBC í gær - að hann talar máli þjóðar sinnar með djörfung og sóma.
Æsseif málinu er best borgið undir forustu forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar - almannatengsl og samningaferli.
Vanhæfir ráðherrarnir þrír - Jóhanna - Steingrímur og Össur sem nú stökkva til og þykjast vera að kynna málstað Íslendinga "meðal þjóðanna" eru of seint á ferð - þau hefðu átt að vinna þá vinnu fyrir þjóðarheill á meðan þau höfðu umboð til þess - Hver treystir þeim til slíkra verka - NÚ -?- EKKI margir.
Almannatengill undrast viðbrögð forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tekk enn & aftur undir þína gagnrýni, ég seti inn færslu á blogið hjá mér um getuleysi þessar aumu ríkisstjórnar er kemur að því að standa með ÞJÓÐINNI í IceSLAVE dæminu.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 7.1.2010 kl. 12:40
Takk fyrir málefnalega samsvörun - ekki veitir af.
Sameinuð stöndum vér.
Íslandi allt.
Benedikta E, 7.1.2010 kl. 12:56
Umboðslaus???? Vanhæf???? Viltu nú ekki færa rök fyrir þessu! Mér vitanlega er stjórnin ekki umboðslaus, en hvort hún er vanhæf veit ég ekki, það væri gaman að fá rök þín fyrir því! Annars verður að telja þetta innistæðulausa fullyrðingu!!!
Auðun Gíslason, 7.1.2010 kl. 13:08
Stjórnarliðar hafa sjálfir úttalað sig sem umboðslausa .
Verk ríkisstjórnarinnar dæma sig sjálf - væri hún í þeirri stöðu sem hún er í - í dag ef hún væri hæf til verka ?
Benedikta E, 7.1.2010 kl. 13:16
Fróðlegu viðtali við Gunnar Tómasson hagfræðing á útvarpi Sögu var að ljúka. endurtekið að öllum líkindum í kvöld.
Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2010 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.