Færsluflokkur: Ljóð
24.7.2009 | 21:30
Húsráð:
1. Ætlaðu þér ávallt nægan tíma fyrir gestamóttöku.
2. Hafðu vísan stað fyrir hvern hlut á heimilinu - þar sem þú getur gengið að honum vísum - þegar þú þarft á að halda.
3. Keyptu blómvönd eftir stærð blómavasans.
4. Hafðu dótakassa fyrir leikföng baranna.
5. Kenndu börnunum að ganga frá leikföngunum sínum - svo þau liggi ekki í óreiðu út um öll gólf heimilisins.
6. Ef bjórdósir eru til á heimilinu - er best að hafa þær ávalt lokaðar - þannig valda þær ekki skaða - af neinu tagi.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 21:16
Bjórdósin:
Bagga var að flýta sér - Hún átti von á gestum.
Hún leitaði og leitaði að skærum til að klippa neðan af blómvendi.
Stilkarnir voru of langir í vasann.
Þá rak hún sig í bjórdós sem stóð á borðinu - dósin var opin - hún valt um koll.
Það heltist bjór yfir leikfangahest sem sonur hennar hafði skilið eftir á gólfinu.
Æ - Æ - Ekki var þetta nú til að flýta fyrir.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2009 | 23:29
Lífið.
Lífið er eins og antilbúð - þar sem öllu ægir saman - ekkert er í röð og reglu - eða virkar þannig - þar til betur er að gáð......
Ef þú ferð á hraðferð í gegnum slíka búð - sérðu ekki neitt - allt rennur saman í eitt. Drasl - Drasl.
Þú sérð ekkert sem vekur áhuga þinn.
Veist í raun ekkert hvað er þar innan dyra.
Þú æddir framhjá gersemunum - án þess að taka eftir þeim.....
Þannig er heimurinn.
Þú getur ætt í gegnum hvern daginn af öðrum - án þess að grípa tækifærin - sem allsstaðar leynast - bara þú tækir eftir þeim......
Æða - án þess að uppgötva innihald lífsins.......
Æða - án þess að finna samhljóminn við lífið sjálft......
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)