Ein "stofan" enn í uppsiglingu - NÚ - er það "fjölmiðlastofa" sem á að hafa eftirlit með fjölmiðlum - óskilgreint eftirlit!

Milli línanna má lesa - ritskoðun!

Af hverju er það sem fyrir er ekki endurbætt í staðin fyrir að búa alltaf til eitthvað nýtt sem er fokdýrt og þjónar engum.....!

Má þar t.d. nefna velferðarvaktina sem átti að hafa svo alls um lykjandi velferðar hlutverk - hún svarar ekki einu sinni síma .......sem sagt bara nafnið og launagreiðslur til þeirra sem á velferðarvaktina eru skráðir ............!

Hvernig er með "bankaeftirlitsstofuna" - hún var afgreidd frá þinginu - en hvað svo......!

Þessi vesalings stjórnvöld eru svo fullkomlega vanhæf að það er skelfilegt.


mbl.is Fjölmiðlastofa hafi eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að koma þessari skemmdarstjórn frá strax

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fjölmiðlastofa verður nokkurskonar verndaður vinnustaður, atvinnubótavinna, fyrir brottrekna fréttamenn af Mbl.,  Bankaeftirlitsstofan, fyrir fyrrum bankastjóra og velferðarvaktin fyrir útvalda flokksgæðinga SF og VG

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.9.2009 kl. 16:34

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Nógir peningar  til ... líka nú á verstu niðurskurðartímum í heilbrigðiskerfinu  - líka í enn eina gerð af "stofugang".... ekkert mál... tónlistarhús -  nýjan spítala - ....

.... ráðuneytisstjóri fjármála hafði að engu niðurstöðu af tveggja mánaða vinnu Alþingis og ríkisstjórnar og fór til  - gaf þar skít í tveggja mánaða puð þingsins og ríkisstjórnar - kom til baka með allt aðra uppskrift en honum var falið af Alþingi og Ríkisstjórn......

 (nýtt trúnaðarmál!!) ekkert mál að borga   enn meira fyrirmeiri Icesave .......... 

Fórna bara heilbigðiskerfinu  fyrir alla þessa "nauðsynlegu eyðslu"... ekki málið.....

Kristinn Pétursson, 25.9.2009 kl. 16:44

4 Smámynd: Ingvar

Löin verða öruglega sett til þess að Davíð eti ekki verið ritstjóri Morgunblaðsins.

Fjölmiðlalög

1 grein. Enginn má verða ritstjóri Morgunblaðsins ef hann hefur áður gengt starfi sem forsætisráðherra eða seðlabankastjóri.

2. grein Lögin taka gildi strax.

Ingvar, 25.9.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband