Það er alltaf slæmt þegar segja þarf upp starfsfólki - sama hvort það er hjá Morgunblaðinu - Jarðborunum eða öðrum fyrirtækjum!

Hópuppsagnir sýna fyrst og fremst ástandið hjá stjórnvöldum í dag - hópuppsagnir eru á ábyrgð stjórnvalda - sem ekkert hafa gert til þess að styðja við atvinnu vegi landsins. 

                   Blaðamanna félagið sér ekki ástæðu til að álykta um aðrar uppsagnir en á Morgunblaðinu - er það vegna þess að það er ekki nýráðinn Davíð Oddsson hjá Jarðborunum eða í öðrum fyrirtækjum sem segja upp starfsfólki.

Má kannski líta þannig á að ályktun Blaðamannafélagsins sé í raun ályktun gegn Davíð Oddssyni - ekki fagleg né heldur trúverðug vinnubrögð það - Þóra Kristín Ásgeirsdóttir formaður Blaðamannafélagsins - er það ekki eitthvað annað frekar sem formaður Blaðamannafélagsins ætti að hafa áhyggjur af í þjóðfélaginu en trúverðugleiki Morgunblaðsins...........!


mbl.is Harmar uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mér finnst ekki rétt að kenna stjórnvöldum eingöngu um hvernig atvinnuástandið er orðið. Kreppan hefur skemmt margt en það tekur tíma fyrir stjórnvöld að ná tökum á vandanum. Frjálshyggjan fólst mest í því að færa ríkisrekna starfsemi yfir til þegnana en þegar þegnarnir klúðruðu var stjórnvöldum um kennt.

Núna er hinsvegar verið að reyna að snúa sem flestu aftur yfir á ríkisrekstur en það gengur hægt enda flesti á þeirri skoðun að slíkt auki ekki hagsæld. Ég vona að einkareksturinn fái aftur að blómstra með skýrari reglum sem skapi minni hættu á öðru hruni.

Offari, 25.9.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband