Eru landsmenn sáttir við þá ákvörðun að fullgera "minnisvarða" um "græðgisveldi" Björgólfs Guðmundssonar með Tónlistarhúsinu!

Á sama tíma og verið er að leggja heilbrigðisþjónustu landsmanna í rúst verna fjárskorts.

Heimilin eru í upplausn - vegna fjárskorts.

Fólk hefur hvorki í sig aða Á - vegna fjárskorts.

Börn mæta svöng og matarlaus í skólana - vegna fjáskorts foreldranna.

Fjölslyldur eru bornar út af heimilum sínum - út á stétt - vegna fjárskorts.

Fólk flytur úr landi vegna fjárskorts.

Er verið að leggja drög að útrýmingu byggðar í landinu?

Og þess í stað uppbyggingu "Dubai norðursins"  Þar myndi Tónlistarhús  Björgólfs sóma sér vel.

Hafa landsmenn verið spurðir hvort þeir vilji líf í þessu landi eða "Dubai norðursins"?

Er það tónlistarhús sem þjóðin þarf núna?

Góðir landar - höldum vöku okkar.

Hlustum ekki á neitt -  BULL og KJAFTÆÐI.


mbl.is Tekist á um Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

En heldur þú ekki, Benedikta að það væri minni fjárskortur hjá ýmsum er þeir hefðu vinnu? Er ekki betra að hið opinbera borgi fólki aðeins meira fyrir að skapa verðmæti en að greiða strípaðar bætur, sem varla nokkur getur lifað á, fyrir að líða illa?

Ég held að núna eigi hið opinbera (ríki og bæ) að framkvæma sem aldrei fyrr. Það er fullt af fólki sem vantar vinnu og verður hvort sem er á framfæri þess. 

Emil Örn Kristjánsson, 4.3.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Benedikta E

Emil Örn. Það er ekki bara að framkvæma eithvað! - það þarf að vera vit í því sem gert er - og miða að  þörfum  þjóðarinnar. Það væru ca. 200 manns sem fengju vinnu við tónlistahúsið til skamms tíma - en framkvæmdin kostaði þjóðina offjár.

Emil Örn. Klárum þessa draugarúst á Suðurbakkanum - en um gerum hana til annarra nota.

1)Hjúkrunarheimli fyrir aldraðra.

2) Frystihús - förum að leggja áherslu á landsvinnslu á fiski til útflutnings.

Skref til sjálfbæri lands og þjóðar. - Emil Örn.

Benedikta E, 4.3.2009 kl. 12:00

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Auðvitað eigum við leggja áherzlu á landvinnslu á fiski, Benedikta. En ég hef fulla trú á því að þetta hús, sem ég reyndar hefði viljað sjá allt örðuvísi útfært, eigi eftir að bera sig og skapa störf þegar það er risið.

Málið snýst þó ekki bara um þetta eina hús. Þetta snýst um það að fólk hafi vinnu og því að á hið opinbera að fara á fullt í framkvæmdir. Vegagerð, skólabyggingar, hafnargerð... nefndu það. Því fleiri sem eru atvinnulausir því verri verða áhrif atvinnuleysinsins... þetta er dómínó. Við megum ekki tapa okkur í smáatriðum. Hvort það er byrjað á tónlistarhúsi, sem ég vil kalla tónlistar- og ráðstefnuhús, eða einhverju örðu. Það skiptir ekki höfuðmáli. Mestu máli skiptir er að þjóðin breiði ekki uppfyrir haus og deyji úr svartsýni og framkvæmdaleysi.

Emil Örn Kristjánsson, 4.3.2009 kl. 12:12

4 Smámynd: Benedikta E

Emil Örn - Ef ríkisstjórn er vanhæf - og spillingin heldur áfram að vaða uppi þá bara fer fólk - það hefur aldrei vafist fyrir Íslendingum að flytja sig um set.

Við erum komin af landvinningafólki Emil - Baráttujöxlu.

Benedikta E, 4.3.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband