Fólk í fátæktarfjötrum einskorðast ekki bara við öryrkja! - Ört vaxandi hópur millistéttarinnar hrynur út af hamrinum niður í hyldýpi fátæktarfjötra og hafa " hvorki efni á mat né bensíni " frekar en öryrkjar.

Það má segja að þverskurður þjóðfélagsins heyri orðið undir þann hóp fólks sem er í fátæktarfjötrum:

Öryrkjar - aldraðir - atvinnulausir - námsmenn - bótaþegar - millistéttin - í öllum þessum hópum er fólk sem var vel bjargálna fyrir hrun - en hefur nú hvorki fæði - klæði né húsaskjól.

Stjórnvöld brjóta blygðunarlaust á þessu fólki - með því að framfylgja ekki Stjórnarskrár vörðum landslögum samanber 76.gr. Stjórnarskrárinnar  En þess í stað er nauðstöddum vísað á hungurbiðraðir hjálparstofnana - Stjórnvöld brjóta lög á borgurunum og eiga að stór skammast sín og kippa þessum málum í viðunandi horf fyrir nauðstadda - samkvæmt landslögum.

 Hvað þarf til að stjórnvöld fari að starfa samkvæmt landslögum og þjóðarhag?


mbl.is Hvorki efni á mat né bensíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

já, þessi heimur snýr líka að atvinnulausum, af einhverjum ástæðum hef ég verið án vinnu síðan nóv 2008 og það er ekki svo að ég sé ekki að sækja um störf. ég hef komið upp undirskrirftasöfnun sem heitir til stuðnings atvinnulausum, en mætti auðvitað heita til stuðnings lágtekjuhópum eða e-h í þá átt. en slóðin er http://www.petitions24.com/til_studnings_atvinnulausum

GunniS, 26.4.2011 kl. 16:41

2 Smámynd: GunniS

ég peistaði þessari slóð hjá 5 persónum sem blogga um þessa frétt, þetta petition system var notað til að safna undirskriftum til handa indversku konunni sem átti að vísa úr landi, það þarf gilda email addressu til að skrifa undir, þú færð sent url í mail sem þú smellir á til að virkja þína undirskrift. 

svo er líka linkur á síðunni yfir á facebook síðu sem er undir sama málefni og er þar nóg að smella á like takkann, og auðvitað vera skráður inn á facebook. ég skora á fólk að sýna núna stuðning í verki.  

GunniS, 26.4.2011 kl. 17:28

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sammála þér Benedikta,ég ætlaði líka að blogga um þessa frétt,en upphaflega fréttin kemur alltaf aftur svo þá er búið að taka þetta frá manni ,en kanski er til lausn ef ber mig upp á Blogginu. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2011 kl. 17:42

4 Smámynd: Benedikta E

Það eru 10 % sagðir vera atvinnu lausir en þar inni eru ekki atvinnulausir í sveitarfélögunum og námsfólk - þannig að atvinnuleysið er meira en þessar tölur segja til um -

það er talað um að það hafi tapast 22 þúsund störf og engin atvinnu uppbygging á tíma núverandi  stjórnvalda svo það er ekki að undra að fólk sé atvinnu laust. -

 Þetta er gott framtak hjá þér með undirskriftasöfnunina - svo væri ráð fyrir ykkur að panta fund með velferðarráðherra og krefja hann um réttarbætur - hækkun á framfærsluviðmiði upp í 280 þúsund eftir skatt.

 Bara að áreita stjórnvöld sem standa sig ekki - fara niður á Austurvöll með kröfuspjöld þá gætuð þið náð tali af þingmönnum - Það er betra að fara þó þið séuð fáir - betra en að ekkert sé gert til að vekja athygli á vandanum í reynd. Gangi þér vel með undirskriftirnar

Benedikta E, 26.4.2011 kl. 17:53

5 Smámynd: Benedikta E

Það er nauðsynlegt að fá umræðuna - fátækt - er feluorð hjá Jóhönnu óstjórninni - þau láta sem fátæktin sé ekki til - fátæktin er óþægileg fyrir þau - Blessuð Helga skrifaðu um - fátæktina -

Benedikta E, 26.4.2011 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband