Á meðan fólk dregur fram lífið undir hungur mörkum - Er brask elítan enn að - Bankastjórar Arion banka fengu 45.9 milljónir í laun árið 2010 !

Á meðan stöðugt fjölgar í hungurbiðröðunum - Hvenær verður fólki virkilega - nóg boðið ???
mbl.is Laun bankastjóra Arion banka 46 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl og skilanefndarformaður sama banka með annarri kennitölu með um fimm miljónir á mánuði þannig að þarna fer í kringum 100 milljónir frá bankakerfinu í laun bara þessara tveggja manna! VIÐBJÓÐURINN EINN!!!!!!!

Sigurður Haraldsson, 6.3.2011 kl. 18:32

2 Smámynd: Benedikta E

Sammála þér Sigurður.

Benedikta E, 6.3.2011 kl. 21:17

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mér er það reyndar hulin ráðgáta, afhverju fjölmiðlar landsins lesa það úr ársreikningum bankanna, að launakjör stjórnenda bankanna séu ,,stóra fréttin".  Ekki það að mér finnist ekki launastefna bankanna ógeðfelld.

 En ef við förum nokkra mánuði aftur í tímann og niður í Þjóðmenningarhús, þegar aðgerðir stjórnvalda og bankanna til lausnar á skuldavanda heimilanna voru kynntar.  Þá komu stjórnendur bankanna fram í sjónvarpsviðtölum og sögðust hafa teygt sig eins langt og mögulegt var, við afskriftir og leiðréttingar á lánum heimilanna.  Meiri slaki gæti sett bankanna á hliðina.

 Síðan birtast ársreikningar bankanna.  Helming hagnaðar þeirra má rekja til þess, að bankarnir sögðust hafa vanmetið lánasöfn sín.  Það segir okkur það, að bankarnir nýttu í raun ekki afskriftarými sitt í sameignlegum aðgerðum þeirra og stjórnvalda, til lausnar á skuldavanda heimilana.  

Telja má líklegt að þetta ,,vanmat" á afskriftarými bankanna hafi verið meðvitað.  Hvort sem það hafi verið ákvörðun bankanna einna, eða sú ákvörðun hafi verið tekin í ljósi þess að Íbúðalánasjóður er nánast gjaldþrota, Landsbankinn stendur tæpt vegna þess skuldabréfs, er ætlað er að standa undir nærri helmingi Icesavekrafnanna og lífeyrissjóðirnir eru eins og þeir eru................

 Það er ekki heimilunum í landinu í hag, að fólk sleppi sér, vegna launatöflu bankanna, þó vissulega megi gagnrýna hana. Fólk á að krefjast þess að heimilin fái sinn skerf að því afskriftarrými, sem logið var að þjóðinni að væri ekki til.    Svo skulum við öskra okkur hás vegna launa bankastjóra. Ekki fyrr.

Kristinn Karl Brynjarsson, 9.3.2011 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband