Fátæktarvæðing og mismunum þegnana er orðið markvisst stjórntæki stjórnvalda - svo markvisst að fátæktin hefur fengið nafn í stjórnsýslunni en með dulbúinni nafngift!

Í stjórnsýslunni er ekki talað um fátækt - fátækt er bannorð innan stjórnsýslunnar í stjórnsýslunni er fátæktin kölluð - "þriðji geirinn" og það fjölgar ört í þriðja-geiranum  - það er markmiðið stjórnvalda að viðhalda og auka fátæktina í þjóðfélaginu - það er stjórntæki stjórnvalda - sem er framlengingararmur AGS. - En þriðji geirinn hefur ekki orðið til í stjórnsýslunni án - fyrri geiranna tveggja - Fyrsta geira og Annars geira.Stjórnvöld hafa skipt þjóðinni í þrennt - sem bráðum verður bara í tvennt.

Fyrsti geirinn - er geiri hinna auðugu og ósnertanlegu sem halda öllu sínu - nema milljarða lánum - sem eru afskrifuð.

Annar geirinn - er geiri millistéttarinnar svo kölluðu - sem nú í hundraða eða þúsunda tali eru með heimili sín undir nauðungarhamrinum - margir hverjir atvinnu lausir og án leiðréttinga á stökkbreyttum lánum - millistétt án réttinda - í öðrum geiranum fækkar stöðugt því eftir því sem stjórnvöld sauma meir að millistéttinni þá fjölgar í - þriðja geiranum - geira fátæklinganna.

Þriðji geirinn - þar eru fátæklingarnir sem meðal annars draga fram lífsbjörg sína með betlistafinn í ölmusubiðröðum hjálparsamtaka - það fjölgar ört í fátækra geiranum - eða eftir því sem stjórnvöld sauma meira að millistéttinni - fækkar í öðrum geiranum - en fjölgar í þeim þriðja - "þriðjageiranum"- fátæklingunum fjölgar.

Er þetta eitthvað sem er ásættanlegt - NEI og aftur NEI -  ríkisstjórn sem ekki veldur verkefni sínu samkvæmt  þvjóðarhag - á tafarlaust að víkja.


mbl.is Fjörugar umræður í Salnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband