Tunnumótmæli hafa verið boðuð við Landsbankann í Austurstræti kl.14 í dag mótmælin standa til kl.16:30

Landsbankinn er ríkisbanki - Landsbankinn stendur gegn lánaleiðréttingu fyrir heimilin - þess vegna er - TUNNU-konsert við Landsbankann í Austurstræti í dag - Sameinuð stöndum vér!
mbl.is Almenn niðurfærsla skulda ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Í þessari viku stendur Íbúðlánasjóður að baki 54 uppboðsbeiðnum, en viðskiptabankarnir þrír að samtals þremur, ein uppboðsbeiðni pr. að meðaltali.  Er þá ekki rétt að "tunna" líka Íslandsbanka og Arionbanka, út af öllum þessum mótmælum?

Sýnum starfsfólki Íbúðalánasjóðs og hæstráðendum hans, þá tillitsemi, að trufla þau ekki í þeim önnum sem að 54 uppboðsbeiðnum, hlýtur að fylgja.

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.10.2010 kl. 11:57

2 Smámynd: Benedikta E

Ég er nú ekki skipuleggjandi að þessum mótmælum - en mér þykir trúlegt samkvæmt fréttatilkynningu varðandi mótmælin - að Landsbankinn sé aðeins tunnaiður í dag og hinir komi á eftir - þar sem aðeins er hægt að vera á einum stað í einu.

Benedikta E, 19.10.2010 kl. 12:20

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Núna hafa viðskiptabankarnir þrír allir kynnt sín greiðsluúrræði, til handa lántökum í greiðsluvanda.  Ég er ekki að segja að þau virki, enda ekki þurft að kynna mér þau eða nýta, þar sem þarf ekki á þeim að halda.  Bankarnir vilja allir sem einn meina, að helsti þröskuldur, þess að þessi úrræði gangi upp, séu kröfur hins opinbera, vegna vangoldina opinberra gjalda. Semsagt hið opinbera í raun, stöðvar framkvæmd úrræðana, vegna skattskulda viðkomandi.  Sé svo þá er sannarlega ekki við bankana að sakast. 

Hefur Íbúðalánasjóður, sem að á nærri 60% allra húsnæðisskulda í landinu, kynnt einhver greiðsluúrræði?

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.10.2010 kl. 12:52

4 Smámynd: Benedikta E

Það er þessi stanslausi lygavefur - þessarar óhæfu ríkisstjórnar - sem gerir það að verkum að enginn veit neitt nema það - að það er stanslaust verið að ljúga í fólkið. Það er þjóðinni lífs nauðsynlegt að losna við þau - ekki seina en - STRAX -

Benedikta E, 19.10.2010 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband