Magnaður - 39. landsfundur Sjálfstæðisflokksins ! - Eftir máli reyndra landsfundamanna - er 39. landsfundur Sjálfstæðisflokksins sá besti og sterkasti landsfundur sem reynsluboltarnir höfðu tekið þát í - og áttu þeir marga landsfundi að baki.

Og víst er að 39. landsfundur Sjálfstæðisflokksins var afar gagnlegur - vinnusamur eftir sígildum hugsjónum og stefnu Sjálfstæðisflokksins - þar ríkti samhugur og samstaða fjöldans og lýðræðisleg vinnubrögð.

Þó svo að einhver ca. 5 % ESB sinna finni sig ekki heima í Sjálfstæðisflokknum og vilji þar af leiðandi leita annarra leiða þá er það ekki sá fjöldi að um einhvern "klofning" geti verið að ræða - þó svo að ESB sinnar reyni að blása það upp sem slíkt.

Fólki er alveg frjálst að segja sig úr flokknum. 


mbl.is Óþarfi að sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Borghildur, enginn getur lengur haft uppi efasemdir um stefnu Sjálfstæðisflokksins, varðandi ESB og Icesave. Núna getur allt þjóðhollt fólk gengið til liðs við flokkinn. Á sömu dögum og Sjálfstæðisflokkurinn staðfesti hollustu sína við almenning, staðfestu Samfylking og VG sitt sviksamlega eðli.

Á landsfundinum var samþykkt: 
  • Að íslensku þjóðinni vegni best utan ESB.
  Á landsfundinum var hafnað: 
  • Löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu.
 
  • Vegferð ríkisstjórnarinnar inn í ESB, enda er mikilvægara nú að stjórnsýslan setji alla sína krafta í að leysa aðkallandi hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Þjóðin á að hafa fyrsta og síðasta orðið um hvort aðildarferlinu sé haldið áfram.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.6.2010 kl. 00:14

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hvað sem stjórnarliðar segja, þá eru Icesave og ESB-umsóknin, náskyld mál.  

 Icesave-ævintýrið, varð til vegna þess að gráðugir, íslenskir bankamenn, sáu glufur í regluverki ESB.   Fullnaðarsigur Íslendinga í þeirri deilu, yrði því, þó ekki sé sterkara til orðatekið, gríðarlegur áfellisdómur á ESB og regluverk þess.

 Núna eru ca. fjórar vikur, þangað til að sá frestur, sem íslensk stjórnvöld hafa, til að taka til varnar, gegn úrskurði ESA, varðandi Icesave.  Úrskurður sem að ESA, gaf, þrátt fyrir að hafa áður, gefið grænt ljós, á upptöku íslenskra stjórnvalda á þessu regluverki ESB.

 Með ESBdrauminn í farteskinu, munu stjórnvöld aldrei taka til varna af þeim krafti sem þarf, svo réttlát krafa íslensku þjóðarinnar nái fram að ganga.

 Í rauninni, hefur íslenska þjóðin, hafnað lausnum stjórnvalda í Icesavedeilunni.  Stjórnvöld koma því ekki til með að grípa til varna í umboði íslensku þjóðarinnar, heldur í umboði ESB-umsóknar Samfylkingar, studdri af Vinstri grænum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.6.2010 kl. 00:33

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Kristinn, þú ert með rökin og niðurstaðan er að við segjum okkur úr Evrópska efnahagssvæðinu. Hér er umræða um málið:

 

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/1069868/

 

Evrópusambandinu er stjórnað af glórulausum og ofstækisfullum valdaseggjum. Það er ljóst að ætlun þeirra er að keyra yfir okkur af fullkomnu miskunarleysi. Við eigum bara eitt svar og því fyrr sem við skiljum það þeim mun betra. Því miður hafði Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ekki framsýni til að komast að réttri niðurstaðu, hvað EES varðar. Ætli við verðum ekki að halda auka-landsfund eftir 6 mánuði ?

 

Úrsögn úr Evrópska efnahagssvæðinu !

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.6.2010 kl. 06:55

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Benedikta - rétt er það að þessi fundur var magnaður og stemmingin góð -

að fólk takist á er frábært og sýnir kraftinn í flokknum -

Undarlegt að ESB sinnar séu á móti lýðræðinu - og þó kanski ekki - þau telja að með inngöngu fáum við "allskonar fyrir aumingjana". Það var loforð gnarr til Reykvíkinga og 35% sögðu það er ég - það er ég - -

ESB sinnar innan Sjálfstæðisflokksins tel ég að séu þessi 5% sem þú nefnir.

En - við fáum ekkert sem heitir ívilnanir eða afslættir hjá ESB.

Stöndum utan ESB - Kosningar í haust.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.6.2010 kl. 08:36

5 Smámynd: Benedikta E

Sæll Loftur. Sem betur fer hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú stigið fram í sínum fulla styrk  gegn vegferð stjórnvalda í ESB og Æsseif málunum.

Einnig var samþykkt að umsóknin um aðild að ESB yrði dregin til baka án tafar !

Sameinuð stöndum vér !

Íslandi allt !

Benedikta E, 28.6.2010 kl. 12:10

6 Smámynd: Benedikta E

Kristinn ég tek undir rök ykkar Lofts um EES - að sjálfsögðu eigum við að segja okkur úr þeirri samkundu .

Með EES aðildinni hófst útrásarfárið.

Við þurfum einnig að segja okkur úr Schengen.

Benedikta E, 28.6.2010 kl. 12:15

7 Smámynd: Benedikta E

Ólafur Ingi - Já fundurinn var góður virkilega vel heppnaður. Þó svo að ekkert væri nýtt í afstöðu Sjálfstæðismanna Sjálfstæðisflokksins þá þurfti að álykta um málin lýðræðislega eins og landsfundurinn gerði og varpa því út með " Valhallar-lúðri !

Sameinuð stöndum vér !

Benedikta E, 28.6.2010 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband