Máfurinn er flottur tignarlegur og mjög gáfaður fugl !

Margar stórbrotnar frásagnir eru til af Máfum ..........

Máfarnir við tjörnina sem verið var að reyna að drepa hérna um árið - þekktu bílana sem skotmennirnir áttu - þeir eltu bílana þeirra langar leiðir og steyptu sér niður á þá - þeir voru að ógna sínum fjandmönnum.

Ég heyrði einn veiðimanninn segja frá þessu.

Það eru ekki margir fuglar sem hefur verið gerð heil bíó mynd um en þeirrar virðingar hefur Máfurinn orðið aðnjótandi.

Ekki má heldur gleyma Mávastellinu -  danska postulínsstellinu sem flestir þekkja og margir hér eiga.

Í Danmörk er Mávastellið kallað "þjóðar stellið" það eru svo margir sem eiga það þar.


mbl.is Gefum öndunum minna brauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Ps.

Ég bið Máfinum friðar í Borgarlandinu !

Benedikta E, 29.7.2009 kl. 16:01

2 identicon

Ég þekki þetta af eigin raun. Á sjónum vorum við stundum að skjóta, ég vildi aldrei skjóta múkkann því hann er það vitlaus að ef hleypt var af skoti  þá lá við að hann settist á byssuhlaupið hjá viðkomandi til að skoða hvað gengi á.

Mávurinn, aftur á móti, (fuglinn sem ég eltist við að skjóta) lét bíða lengi eftir sér ef hann var var við mannaferðir á dekkinu, eftir smá tíma kom hann þó í skotfæri og þá náði maður yfirleitt einum. Hinir félagar hans komu sér hinsvegar strax út fyrir skotfæri og héldu sig þar lengi.

Ég hef því lengi haft vissa virðingu fyrir Mávinum, jafnvel þótt mér finnist þetta vera ógeðslegur fugl og sannur útrásarvíkingur (drullusokkur) í eðli sínu.

runar (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 16:09

3 Smámynd: Benedikta E

Sæll runar.

Mávurinn á mína virðingu já og aðdáun - þess vegna tek ég til varnar fyrir Mávinn.

Takk fyrir innlitið.

Benedikta E, 29.7.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband