Hvað er ekki greitt af skattgreiðendum Jóhanna ?

Ofurlaunin - Hver greiðir þau?

Niðurfelld kúlulán - Hver greiðir þau?

Hættu þínu stanslausa meiningarlausa þvaðri - þú ert ekki fær um að gera neitt með viti.

Segðu af þér STRAX -  Jóhanna.


mbl.is Hafnar flatri niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú gerir bara "eitthvað" til að þykjast geta bjargað öllum vanda eru mestar líkur á að útkoman verði enn dýpri kreppa.

Ríkisstjórnin ER AÐ VINNA eftir ítarlegri og tímasettri áætlun um endurreisn fjármála- og efnahagskerfisins sem er forsenda aðstoðar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og fleiri þjóðum. Fyrir fyrirtækin í landinu skiptir mestu að endurreisa fjármálakerfið og komast út úr gjaldeyriskreppunni og sú vinna er í fullum gangi um leið og tekið er á vanda fyrirtækja tilfelli fyrir tilfelli út frá viðurkenndri alþjóðlegri aðferð sem kennd er við London Approach. Búið er að grípa til fjölda aðgerða til að létta greiðslubyrði heimila og taka af þeim mesta höggið. Þar ber hæst greiðslujöfnunarleiðina en einnig er búið að útfæra leið til að hjálpa þeim sem skulda gengistryggð lán og Íslandsbanki er þegar farinn að bjóða.

Kjarni málsins er sá að eins og horfir með skuldastöðu ríkisins þá hefur þjóðin ekki efni á öðru en að hver króna sem fer í aðstoð renni til þeirra sem svo sannarlega þurfa á aðstoð að halda. Allt annað mun aðeins leið til slíks skattaklafa að við kæfum vaxtarfæri atvinnulífsins og þar með þá verðmætasköpun sem við þurfum á að halda til að komast varanlega út úr kreppunni.

Því miður dugar ekkert annað í raun til að komast út úr kreppu en að bíta á jaxlinn, viðurkenna erfiðleikana, horfast í augu við þá, forgangsraða skynsamlega og tryggja verðmætasköpun í samfélaginu til framtíðar.

Jóhanna Sigurðardóttir á heiður skilinn fyrir hreinskilni og framsýni og að láta ekki leiða sig út í hókus pókus keppni pólitískra sjónhverfingamanna á atkvæðaveiðum!

Arnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:47

2 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Ekkert af viti ?! Sínum augum lítur hver silfrið...

Hér er yfirlit yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt vegna skuldavanda heimilanna

Aðgerðir til stuðnings skuldsettum heimilum

 
  1. Skuldajöfnun verðtryggðra lána – 10-20% lægri greiðslubyrði en ella
  2. Frysting og í framhaldi skuldajöfnun gengisbundinna lána – 40-50% lægri greiðslubyrði
  3. 25% hækun vaxtabóta – hjón með 3-8 milljóna árstekjur hækka um rúm 170 þús, úr 314 þús í 487 þús á ári.
  4. Útgeiðsla séreignasparnaðar – milljón á einstakling, tvær milljónir á hjón
  5. Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs stórefld og samkomulag gert við aðrar fjármálastofnanir um að sömu úrræði gildi þar einnig.
    1. Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður
    2. Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár.
    3. Heimild til að frysta afborganir í allt að 3 ár.
    4. Ýmsar mildari innheimtuaðgerðir
  6. Greiðsluaðlögun samningskrafna
  7. Lækkun dráttavaxta
  8. Skuldfærsla barnabóta uppí skattaskuldir bönnuð
  9. Skuldfærsla hverskonar inneigna hjá ríkinu uppí afborganir Íbúðalánasjóðs afnumdar
  10. Frestun nauðungaruppboða fram til loka ágúst
  11. Lenging aðfarafresta úr 15 dögum í 40
  12. Aukin stuðningur aðstoðarmanns og leiðbeiningaskylda vegna gjaldþrota
  13. Greiðsluaðlögun fasteingaveðlána
  14. Heimild til Íbúðalánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði sem sjóðurinn eignast á uppboðum.

 kveðja góð,

Hrannar Björn Arnarsson, 25.3.2009 kl. 12:03

3 identicon

Takk fyrir athugasemdina Hrannar sem felur í sér upplýsingar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Maður fær tár í augun þegar nakinn sannleikurinn blasir við.

Liður 1.,2.,5.,10.,11. eru allt lenging í ólinni fyrir skuldara, með tilheyrandi AUKNUM heildarkostnaði fyrir þá. Það kostar meira að skulda lengur.
Liður 3. hærri barnabætur nýtast þeim sem hafa lægri tekjur en 330 þúsund á mann/mánuði. Gögn sýna að það var frekar tekjuhærra fólkið sem tók erlendu lánin og situr uppi með tvöfalda greiðslubyrði og nýtist því þessi hækkun ekki, sérstaklega þeir sem nú hafa tvöfaldað vinnuna sína til að ná endum saman, þeir munu lenda í ofurtekjuskattþrepinu (500þ.+)
Liður 4. OK - takk fyrir að leyfa okkur að nota hluta launa okkar sem við lögðum sjálf í sparnað.
liður 6. Hvað í "#$& er samningskrafa?
Liður 7. Hámark dráttarvaxta er ákv af Seðlabanka, og helst í hendur við alm vaxtastig, EKKI ákvörðun ríkisstjórnar. Bankar ákveða svo sjálfir m.t.t. sinna hagsmuna hve háa vexti þeir inniheimta (upp að ákveðna hámarkinu)
Liður 8.og 9. hvaða máli skiptir af hvaða tekjum maður borgar skuldirnar sínar, þeim sem koma í formi bóta frá ríkinu eða launa? Engin hjálp.
12. Hjálp í gjaldþroti?
13. Opnað á mismunandi túlkanir einstaka aðila sem koma að mati á greiðslugetu. Aðferð snigilsins við úrlausn bráðavanda. Við þurfum bráðamóttöku, ekki langlegudeild. Það eru þúsundir manna á barmi örvæntingar. Núna!
14. Takk fyrir að leyfa okkur að leigja húsin okkar, sem við misstum út af almennu efnahagsástandi.

Er furða þótt fólk tárist?  Hvað þarf að gerast svo ríkisstjórnin komi með raunverulegar lausnir til að hjálpa fólki? OK - kannski er ekki hægt að fella niður skuldir - en hvað er þá hægt að gera????

JB (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:22

4 identicon

Réttast væri að gera eigur flokksbundna sjálfstæðismanna upptækar og reka þá svo úr landi

Grettir (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband