Þöggun og yfirhylmingu um kynferðisbrot gegn börnum hefur verið aflétt.

" Bragi segir íslenska kerfið mjög gott til að glíma við kynferðisbrot gegn börnum"jafnvel fyrirmynd flestra annarra þjóða.Stór orð það Bragi - 

En hvað segir Bragi um þetta - 50 kynferðisbrot gegn börnum jafnvel fleiri - af völdum sama barnaníðings síðast liðin 50 ár og aldrei verið settur inn á tímabilinu - Segir það að kynferðisbrot gegn börnum séu "í mjög góðu kerfi " á Íslandi ? eins og haft er eftir Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu.

Einnig gagnrýnir Bragi umræðuna undan farið - umræðan sé " full af hatri og refsigleði " Af hverju upplifir Bragi umræðuna slíka ? Umræðan hefur verið opin og málefnaleg - Umræðan aflétt þeirri þöggun og yfirhylmingu sem viðgengist hefur varðandi kynferðisbrot gegn börnum.

Bragi kannski saknar þess að þögguninni og yfirhylmingunni hefur verið aflétt til frambúðar - þöggun og yfirhylming er ástand sem heyrir forneskjunni til.


mbl.is Ný tegund barnaníðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband