Fyrirspurn til RÚV : Hvaða 7 nöfn eru í þessari svokölluðu dómnefnd söngnakeppninnar ?

Er það kannski Páll Magnússon x7  - Ég var ein af þeim fjölmörgu sem kaus lagið Stattu upp - og mér er gróflega misboðið með þessum blekkingarvinnubrögðum - Næst verður það þannig að enginn tekur þátt í innhringingum við söngvakeppni hjá Páli Magnússyni RÚV stjóra.


mbl.is „Þjóðin valdi okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Þó að ég hafi ekki kosið strákana, heldur Hrútspungana, er þetta ekkert annað en þjófnaður. 7.9 milljónum er stolið af fólki sem hringir inn. Huldumenn eru löngu búnir að ákveða hverjir vinni þessa keppni svo fólk getur hætt að hringja hér eftir. Ekki ætla ég að taka þátt í þessari vitleysu lengur, það er á hreinu.

Davíð Þ. Löve, 12.2.2012 kl. 20:31

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er svona eins og íslenska útgáfan af lýðræði.

Þið fáið að velja en svo verður hinn valkosturinn notaður.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2012 kl. 20:34

3 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Skil ekki af hverju verið er að hafa þessa nefnd, af hverju treysta þeir ekki þjóðinni? Með óbreyttu fyrirkomulagi mun "engin" hringja inn næsta ár.

Anna Björg Hjartardóttir, 12.2.2012 kl. 20:56

4 identicon

það þarf að hafa dómnefnd því annars er þetta þannig að þú getur látið ömurlegt lag í flutningi flytjanda sem unglingarnar eru að fíla. enn blár ópal nýtur þess að unglingar landsins voru að fíla þetta og þeir eru mun tæknivæddari og fjölmennari í því að greiða atkvæði. minni bara á Sylvíu nótt sem fór út á kostnað mun betra lags.

Gísli.R (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 21:05

5 identicon

Gísli. R.

Síðan hvenær hafa atkvæði unglinga minna vægi en annara í svona símakosningum?

El Haffó (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 21:20

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Stákarnir voru góðir,en ég splæsti bara 1 á sigurlagið,áður skaut maður ca 7 til 10. Ég hallast að rökum Gísla.

Helga Kristjánsdóttir, 12.2.2012 kl. 21:23

7 Smámynd: Benedikta E

Gísli hvaða lag var það sem var mun betra en Sylvíu nótt - var það Óttar Proppé - Svo er það toppurinn að það er leyndarmál hverjir eru í dómnefndinni - þessi vinnubrögð taka af alla skemmtun þegar innhringingarnar eru notaðar sem fé þúfa eða bara hreinn þjófnaður já þjófnaður ég tek undir með Davíð það er ekkert annað en þjófnaður.

Benedikta E, 12.2.2012 kl. 21:49

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég hefði haldið að Blár Ópall hefði miklu meiri vinningsmöguleika fyrir okkur Íslendinga og hvað þá að vita til þess að þeir hafi nú staðið upp úr í símakosningunni...

Mér finnst þetta vanvirðing við þjóðina sem telur sig vera að kjósa...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.2.2012 kl. 22:30

9 identicon

Ekki skil ég þessa neikvæðni. Reglurnar í Eurovision gilda líka 50/50 þannig að ef eitthvað þá eru þetta sanngjarnar reglur sem að jafna út úrslitin og hafa þegar skilað miklum árangri í aðalkeppninni í að uppræta nágrannakosningu. Vel gert hjá strákunum að lenda í öðru sæti, en skiljum andlýðræðishugsanirnar eftir á hillunni. "Mundu eftir mér" lenti nú í öðru sæti í símakosningunni þannig að ekki sé ég glæpinn.

Atli Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 22:37

10 identicon

Hvaða blekkingarvinnubrögð ert þú eiginlega að tala um? Svona er reglurnar og svona hefur þetta alltaf verið. Það er 7manna dómnefnd skipuð af tónlistarfólki á Íslandi til þess að ekki sé hægt að vinna keppnina bara á góðri kosningarbaráttu. Svo er líka fínt að hafa einhverja gæðaskoðun. Þetta eru reglur frá stjórnendum Eurovision sem gilda í öllum löndum.

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 23:32

11 Smámynd: Leifur Finnbogason

Gunnar, ég held að það séu nú tæpast reglur að það verði að vera dómnefnd, en við val dómnefndar er farið eftir reglum Eurovision um val í dómnefndir.

Silvía Nótt vann annars með 70.000 atkvæðum gegn 30.000 Regínu Óskar (þriðja sætið var svo með 5000). 40.000 atkvæða munur er minna umræðuefni en 700.

Það var ljóst fyrir keppnina að símakosningin gilti 50/50 gegn dómnefnd. Kynnarnir minntu á það margoft, og því ættu allir sem horfðu að hafa getað gert sér grein fyrir þessu. Það er einsog fólk hafi fyrst fattað að dómnefndin gilti jafnmikið og allt landið og gæti því haft áhrif á úrslitin þegar atkvæðadreifing er tilkynnt. Áður var þetta bara hlutur, "jájá, 50/50, það þýðir samt að símakosningin er aðaláhrifavaldurinn". Svo kom í ljós að 50/50 er ekki bara tala aðskilin frá sjálfri sér með skástriki. Þetta þýðir eitthvað.

Það var einnig ljóst fyrir keppnina að hvert símanúmer mætti kjósa oftar en einu sinni, og sé það, einsog einhverjir halda fram, almenn vitneskja að unglingar kjósi sitt lag áfram mörgum sinnum, þarf að kjósa mörgum sinnum til að jafna það út. Það er engin afsökun eftirá að hafa bara kosið einu sinni. Ef u.þ.b. 100 manns sem kusu Mundu eftir mér einu sinni hefðu kosið það eins oft og mátti hefði símakosningin verið unnin.

Leifur Finnbogason, 13.2.2012 kl. 00:36

12 Smámynd: Benedikta E

Af hverju er dómnefndin nafnlaus og andlitslaus er það líka ákveðið í útlöndum? - Aumingja Páll Magnússon hann ræður þá bara engu.

Benedikta E, 13.2.2012 kl. 00:54

13 Smámynd: Anna Guðný

Eg held að það sé nokkuð ljóst af hverju ekki er gefið upp nöfn nefndarmanna, allavega í bili. Allavega finnst mér ástæðan augljós. Skítkast, skotgrafarhernaður,samsæriskenningar, persónulegt níð, ásakanir um klíkuskap, aftökur í beinni. Þarf ég að segja eitthvað meira?

Anna Guðný , 13.2.2012 kl. 01:14

14 identicon

Mér finnst fagleg keppni algerlega sannað gildi sitt !!

Mér hefur fundist símakosningar í júróvísjón og ædolkeppnum yfirleitt hafa endurspeglað skoðanir stúlkna á aldrinum 10 - 25 ára.

Og Ingibjörg, sem heldur að blár ópall hafi meiri vinningsmöguleika en stelpan(man ekki) og Jónsi:

VERTU FEGINN AÐ VIÐ EIGUM EKKI VINNINGSMÖGULEIKA !!!! . . . við eigum ekki einu sinni fyrir almennilegu heilbrigðiskerfi !!!

Jón Guðlaugur (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 01:43

15 identicon

Skásta lagið vann. 

"Þjóðin" kaus ekki í þessari keppni frekar en í öðrum slíkum.  Þegar mögulegt er að senda fjölda atkvæða úr sama símanum er málið ókarktækt - því miður. Ég var sammála dómnefndinni að lag ófrísu stúlkunnar var mun betra og sigurstranglegra en þetta rapplag.

Hjörvar (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 09:58

16 identicon

Það á að standa ómarktækt þar sem stendur ókarktækt í innskotinu mínu hér að ofan - afsakið fingrafeilið.

Hjörvar (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 10:00

17 identicon

Það kom mjög skýrt fram að vægi dómnefndar væri 50% á móti símakosningu, enginn feluleikur þar.

Auk þess þarf lag að skora hátt í símakosningu til að vinna, ef Mundu eftir mér hefði skorað lægra í símakosningu hefði það ekki unnið þó að dómnefndin hefði sett það í fyrsta sæti. Það er í raun hægt að líta á þetta eins og stigagjöf frá 2 löndum. Þannig gæti lag sem bæði símakosning og dómnefnd settu í annað sæti unnið ef lögin sem þau settu í fyrsta sæti hefðu skorað mjög lágt hjá hinum.

Þess utan væri fróðlegt að vita hve mörg símtæki eru á bakvið þessi atkvæði, var hægt að kjósa eins oft og maður vildi?

Þórður (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 11:43

18 Smámynd: Benedikta E

Tókuð þið eftir því á RÚV fréttunum í kvöld - þá var Jónatan sendur á skjáinn með þau skilaboð að það hefði verið rætt að breyta - " kannski "-úrslitunum næst þannig að tvö efstu sætin yrðu látin keppa í lokin og þá yrðu það bara innhringjaendur sem veldu úrslitalagið. Hræddir - full ástæða fyrir þá !!!

Benedikta E, 13.2.2012 kl. 23:02

19 identicon

Þetta var alveg sanngjarnt. Gott að verið sé að fara milliveg mill vinsælda og gæða (eins og dómnefndin lítur á þetta). Þau eiga eftir að standa sig vel.

Flybilletter (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband