"Dæmið ekki"........: sagði biskupinn - Karl Sigurbjörnsson svo "spekilega " í frétum Stöðvar 2 - !

Biblíuleg tilvitnun biskups - sen öll var úr Biblíulegu samhengi slitin - átti að vera til varnar dauðum forvera hans Ólafi Skúlasyni - sem biskupinn sagði jafnframt - "hróðugur" - að "aldrei yrði dæmdur".

En biskupnum Karli Sigurbjörnssyni láðist að hugsa til þess og jafnframt að láta þess getið - að hans umdæmi er meðal hinna lifandi hér á jörðu  - En ekki meðal dauðra.

Orðræða biskups einkenndist jafnframt af efasemdum um þolendur kynferðisbrota - sannleiksgildi - sannanir og  þöggun - lítið gert úr málum og önnur forneskjuleg viðhorf sem styðja það sem komið hefur fram hjá talsmanni Stígamóta.

Í Bók bókana Efesus 5.kafla v.11 segir svo - herra biskup.

"Eigið engan hlut í verkum myrkursins, sem ekkert gott hlýst af, heldur flettið miklu fremur ofan af þeim"...................Ætti slíkur texti ekki heima sem leiðarljós biskupnum og klerkum innan Þjóðkirkjunnar ? -

En til þess að svo megi verða þá þarf hreingerningu innan Þjóðkirkjunnar.

Skúra og  skrúbba út í hvern krók og kima það gerist ekki nema með algjörri endurnýjun á starfsfólki - frá og með biskupi og alveg niður á gólf.

Það er ekki skortur á guðfræðingum og prestum sem víða eru í þjóðfélaginu í öðrum störfum.

Svo er það hinn möguleikinn 100 % sparnaður hjá þjóðkirkjunni.

Augljóst er að eins og málum er háttað hjá þjóðkirkjunni í dag - þá hangir hún á bjargbrúninni - biskupinn sýndi það og sannaði í  - sjónvarpsviðtali Stöðvar 2 - sem víða er um talað - Fólki blöskrar !

 


mbl.is Kynferðisbrot þögguð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og ég ætla að fá að eigna mér þennan pistil með þér.

Biskupinn Karl brást þarna og sýndi að þetta mál var honum ofvaxið.

Ég held að það sé komið nóg af kenningunni óskiljanlegu sem kristin boðun hefur skýlt sér með gegn um aldir og hljóðar svo "í Drottins nafni:" 

"Vegir Guðs eru órannsakanlegir!"

Árni Gunnarsson, 21.8.2010 kl. 17:40

2 Smámynd: Benedikta E

Ég tek undir orð þín Árni - Trúarbrögð hafa verið misnotuð í gegn um tíðina og það virðist ekki vera lát á því.

Takk fyrir að vilja eiga pistilinn með mér - Það er bara miklu betra.

Takk fyrir innlitið.

Benedikta E, 21.8.2010 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband