Hagræðir - RÚV - fréttum og færir í stílinn eftir vilja ESB ? - Rekstrarheimild - RÚV- byggir á óhlutdrægni.

Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ leiðréttir á mbl.is það sem eftir honum var haft á RÚV fyrr í vikunni .

Þar segir hann að engin breyting hafi orðið á afstöðu LÍÚ til aðildar að Evrópusambandinu og orðrétt segir Adolf

"LÍÚ hefur um árabil lýst þeirri afstöðu samtakanna að Ísland eigi ekki erindi inn í Evrópusambandið"

Afdráttarlausara getur það ekki verið

 ESB sinna verða nú að bíta í það súra epli - að RÚV hafði ranga frétt eftir formanni LÍÚ Adolfi Guðmundssyni.

LÍÚ er ekki á leiðinni inn í ESB

 


mbl.is Formaður LÍÚ: Ummæli slitin úr samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur hlustað á viðtalið á heimasíðu RÚV. Ég efa að RÚV geti stjórnað því sem Adolf segir, en það breytir því ekki að hann segist hafa verið misskilinn. Eftir að hafað hlustað á viðtalið þá held ég að flestir hefðu misskilið hann. Ég mæli með því að fólk hlusti á viðtalið í heild sinni.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 05:00

2 Smámynd: Benedikta E

Bjarni - Ég heyrði viðtalið við Adolf og gat hvergi heyrt að hann tilkynnti viðsnúning LÍÚ varðandi Evrópusambandsaðild - enda kemur það skýrt fram í í máli hans á mbl.is sem þú ættir að lesa - að samtökin hafa um árabil haft þá skoðun að Ísland eigi  ekki erindi inn í Evrópusambandið.

ESB sinnar verða bara að éta það ofan í sig með ríkisútvarpi allra landsmanna.

LÍÚ er ekki á leiðinni inn í ESB.

Benedikta E, 7.8.2010 kl. 14:03

3 identicon

Nei, hann sagði hvergi að LÍÚ vildi klára aðildarviðræðurnar, heldur sagði Adolf það. Adolf benti líka á að hann vildi að við reyndum að ná sem bestum samningi við ESB. En óháð viðtalinu, þá fannst honum rétt að forðast allan miskilning og benda á í morgunblaðinu að LÍÚ hefði engan áhuga á ESB aðild.

Bjarni (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 07:00

4 Smámynd: Benedikta E

Ég skynjaði það sem Adolf sagði á RÚV þannig að hann væri að gagnrýna þau vinnubrögð sem viðhöfð væru varðandi ESB aðildarferlið og hvað vonlaust það væri út frá hagsmunum Íslands.

Ég vil taka það fram að ég heyrði viðtalið við Adolf þegar það fór fram í þætti Hallgríms Thorsteinsson á RÚV - og undraðist því mjög - hvernig umræðan varð eftir þáttinn - varðandi þetta viðtal við manninn því hún var ekki í neinu samræmi við mína skynjun á því sem Adolf sagði í þættinum.

Þennan mikla fögnuð sem upphófst með þeirri orðræðu að formaður LÍÚ hefði tilkynnt viðsnúning samtakanna í Evrópumálunum og væri nú fylgjandi aðild að ESB.

Þannig var umræðan eftir viðtalið við Adolf - bæði frá ESB aðildarsinnum í samhljómi við ESB sinnaðan fréttaflutning RÚV - sem samkvæmt rekstrarheimild ber að vera óhlutdrægur. 

Benedikta E, 8.8.2010 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband